Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

mánudagur, janúar 24, 2005

How do you like Iceland

Ég var að skrifa inn á umræðuvef í kúrs í Menningartengdri ferðamennsku og ákvaðað leifa ykkur hinum sem komist ekki inn á þann vef að njóta þessarar hugleiðingar með mér


Iceland MR. Vinsæll!!

Hvað er málið með okkur íslendinga? Við virðumst alltaf þurfa vera samþykkt og vel liðin af öllum. Það er eins og það megi enginn koma til landsins nema þeim líki vel við landið okkar eða okkur sjálf!
En samt get ég alveg gert ráð fyrir því að við höfum öll farið í eitthvað frí og mislíkað eitthvað í þeirri ferð eins og t.d. þjónustuna og þá farið hörðum orðum um það í eyru heimamanna.... og öllum er sama....en við Íslendingar við tökum öllu svona sem persónulegri árás og byrjum að afsaka okkur.

Auðvitað hefur verði talað um að þetta sé bara einhver minnimáttarkennd í okkur og þess vegna séum við svona. Það gæti kannski líka verið ástæðan fyrir allri tölfræðinni sem við eigum og ekki er þetta alltaf mjög gáfuleg tölfræði eins og fram kom í heimildarmyndinni "how do you like Iceland" 1 GSM-sími á hverjar 5 kindur!! Hvað er málið með það??

Ég held samt að þessi minnimáttarkennd í okkur stafi af einhverju meiru eins og t.d. því að okkur finnst við alltaf þurfa að láta ALLA sem við hittum á ferðum okkar (ég þar með talin) vita hversu rosalega venjulega vestræn við erum. Það má enginn halda það að við séum ekki búin allri nýjustu og bestu tækni sem völ er á, klæðumst ekki hágæða tískuvöru og keyrum ekki um á bestu og flottustu bílunum. Það má enginn halda það að við séum eitthvað verri en aðrar vestrænar þjóðir jafnvel þó við séum lítt þekktari. En við allan þennan rembing og meting gleymum við okkur oft í því að vera svona flott og frábær. Það að sanna sig sem venjulega vestræn þjóð kemur út eins og við séum að monta okkur og séum yfirfull af þjóðarstolti.

Þegar á heildina er litið þá fannst mér þessi mynd mjög góð og gaman að horfa á hana, en er nauðsynlegt að sýna alltaf þessa drykkjuhlið á Íslendingum?. Sú gamla tugga fer verulega í taugarnar á mér. Jafnvel þó að einhver einn gaur hafi verið yfir sig fullur og drepist á gangstéttinni þarna í myndinni, þá þýðir það ekki að íslendingar séu almennt svona!!
Í rauninni held ég að drykkjan á Íslandi sé ekkert öðruvísi en í mörgum öðrum löndum. Hér á landi er hún sýnileg. þ.e. eftir að skemmtistöðunum lokar heldur fólk áfram á götum úti, í öðrum löndum er það einfaldlega stranglega bannað að vera með áfengi á almannafæri og því fer öll ofurölvun fram bak við luktar dyr. Er það eitthvað betra?? Eða hvað finnst ykkur??


Kv.
Dillibossi Knúdsen

6 Comments:

  • At 10:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ hó dillibossi... rosa gott hjá þér að byrja að blogga ! Til hamingju með nýju síðuna ... verður fróðlegt að fylgjast með þér og hugrenningum þínum:)
    Bið að heilsa þér og hafðu það gott :-)
    Kær kveðja Halldóra kristín

     
  • At 10:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta var nú bara frekar djúpt svona fyrsta bloggfærsla. U go girl...kv Heiða

     
  • At 11:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með þessa bloggsíðu. Þú stendur þig, þó ég sé kannski ekki alveg sammála öllu sem þú segir í þessari grein hérna... en það er nú önnur saga :)

     
  • At 11:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gleymdi að kvitta fyrir mig... Ólafur Arnar

     
  • At 11:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég missti af þessari greinilega ágætu mynd. En eitt sem kanski ekki var í myndinni sem fer rosalega á taugarnar á mér er þessí imynd af kvenfólkinnu hér. Að við séum svo auðveldar..Einn skólafélagi hans Matt fór einmitt til íslands einn og hélt audda að hann mundi geta nælt sér í eina um leið, svo gekk það ekkert og hann kom heim aftur(til Bandaríkjana)og sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með Ísland. Common..Argh.
    Eva

     
  • At 6:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Caos !

    Samo da ti kazem da ti je odlican blog :)
    E bas me zanima sta ces sutra da mi kazes u skoli kada procitas, hehe ;)

    Nikola

     

Skrifa ummæli

<< Home