Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

föstudagur, janúar 28, 2005

Erum við svona "myndarleg"??

Smá Pæling í gangi (og fyrir þá sem þekkja mig ekkert voða vel þá pæli ég alveg rosalega mikið)


Um daginn spurði ég vinkonu mína af því hvort hún hefði tekið eftir því að það er alveg sama hvert maður fer, eða hvað maður gerir það eru alsstaðar myndavélar á manni....í skólanum, ræktinni, skemmtistöðum, verslunnum, verslunnarmiðstöðum, vinnunni, Laugarveginum, bönkum, á rauðuljósi, alsstaðar. En hvað er málið með þetta? Er verði að passa okkur fyrir einhverju?? Erum við ekki fullfær um það sjálf?

Það fyndna við þetta er að 2 dögum seinna var þetta umræðan í tíma, og var okkur þá sagt að í verstu hverfum Bretlands séu myndavélar sem nái upp að dyrum fólksins og það vita allir af þessu og finnst það bara hið besta mál. Vá mér finnst bara eins og við séum að verða eins og í The Truman Show myndinni, nema hvað að við vitum að þessu og okkur er alveg sama!!


Þessi hugleiðing aka. pæling var í boði Securitas fyrir að vita ALLT um okkar ferðir!!

kv.

Dillibossi Knúdsen

1 Comments:

  • At 3:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já ég held ég fari bara að hætta bora í nefið ;) kv Heiða
    p.s. eitt n í skoðanir...þetta var í boði Heiðu lögfræðings með meiru!

     

Skrifa ummæli

<< Home