Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

laugardagur, febrúar 05, 2005

Suckar að vera veikur

Jæja þá er að verða kominn vika sem ég er búin að liggja inni...allt að koma samt enginn varanlegur skaði af þessum veikindum...ég vill nú meina að þetta sé bara heljarinnar aumingjaskapur af hálfu ónæmisjkerfisins minns...þarf að fara taka það til endurskoðunnar!!

En allavega, þá er ég allt annað en að nenna að læra nú þegar ég er farinn að hressast og fór eitthvað að hugsa um þær dvd myndir (svo gaman að segja þetta, þar sem ég er kominn með dvd-spilara heheheh) sem ég horfði á í vikunni...ég fór aðeins að pæla í þeim og þær eru í rauninni um sama hlutinn...þetta eru myndirnar "The Ethernal sunshine of the spotless mind" og "The butterfly effect" og þær fjalla báðar um að róta í minni fólks til þess að breyta útkomunni í framtíðinni... frekar spúký svona...ég meina ef þetta væri hægt myndi maður þá vilja láta breyta fortíðinni til þess að geta gert eitthvað annað í framtíðinni..ég meina er ekki bara allt það sem við erum búin að gera og upplifa það sem mótar okkur sem manneskjur í dag.....???
Djúpt en samt pæling þar sem ég tók hvoruga myndinna heldur 2 mismunandi manneskjur sitthvorn daginn, fyrir mig....á ég að taka þessu eitthvað til mín eða..??


Þessi hugleiðing er í boði Garber-baby barnamatsins sem ég er búin að lifa á....búið að vera svo helvíti erfitt að kingja....og nei Heiða ekki snúa þessu upp í neitt kínkí!!!

Kv. Dillibossi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home