Túristi í Reykjavík
Þetta er búin að vera þokkalega fín helgi...
Ég sótti J.J. á völlin á fimmtudagskvöldið...og við fórum auðvita beint í down-town Reykjavík.. fengum okkur að borða á Tabas.. mjög gott (eiginlega eini staðurinn sem selur mat eftir kl 22)... svo sýndi ég honum bæinn... á föstudaginn var það þetta týpíska íslenska.. Gullfoss, Geysir, þingvellir og svo Laugardalslaugin í 2,30 tíma ég var eins og lítil rauð rúsina þegar ég kom up úr :o) !! Við hittum par frá Bandaríkjunum þarna sem voru alveg helvíti skemmtileg.. þannig að við kjöftuðum og kjöftuðum endalaust...svo fórum við á Vegamót að borða...helvíti gott.. buðum Könunum að koma með okkur.. mjög gaman.. þau fóru svo reyndar heim.. en við héldum áfram að djamma til kl 5 um moguninn.. og J.J. elskaði djammið á Íslandi!! Fórum á Sólon, Prikið og svo aftur á Vegamót... helvíti mikið stuð.. ég hitti líka svo ótrúlega mikið af skemmtilegu og fallegu fólki... þá sérstaklega gaura... veit ekki hvað J.J. hefur haldið greyið strákurinn.. hann allavega heldur að allt Ísland þekki mig... mjög fyndið :o)
Á laugardagin var það svo Hallgrímskirkja, Perlan, Kringlan (þurftum áfengi), Bláa Lónið og svo 2 útskriftaveislur.. og svo aftur á djammið í þetta skiptið var það Pravda og 11 sem við fórum á...hitti meira af fallegu fólki.... þetta var bara rosalega skemmtilegt allt saman.. held reyndar að greyið strákurinn sé búin á því eftir allt þetta djamm... en hann er núna farinn hringinn í kringum landið.. sem betur fer því það tekur á að vera með gest 24,7... fyrir utan alla peningana sem maður eyðir.. SCHEISE!!
Allavega alvaran tekin við aftur námskeiðin byrja á morgun.. hraðkennsla í því hvernig eigi að reka hótel.. hlakka mikið til....
En jæja gott fólk ætla koma mér út að skokka áður en ég fer í matarboð
Bið að heilsa í bili
kv. Dillibossi Knúdsen og allt fallega fólkið :o)
Þetta blogg er í boði: einfaldur gin í sóda, mikið lime mikill ís... suddalega góður drykkur... !!!
Ég sótti J.J. á völlin á fimmtudagskvöldið...og við fórum auðvita beint í down-town Reykjavík.. fengum okkur að borða á Tabas.. mjög gott (eiginlega eini staðurinn sem selur mat eftir kl 22)... svo sýndi ég honum bæinn... á föstudaginn var það þetta týpíska íslenska.. Gullfoss, Geysir, þingvellir og svo Laugardalslaugin í 2,30 tíma ég var eins og lítil rauð rúsina þegar ég kom up úr :o) !! Við hittum par frá Bandaríkjunum þarna sem voru alveg helvíti skemmtileg.. þannig að við kjöftuðum og kjöftuðum endalaust...svo fórum við á Vegamót að borða...helvíti gott.. buðum Könunum að koma með okkur.. mjög gaman.. þau fóru svo reyndar heim.. en við héldum áfram að djamma til kl 5 um moguninn.. og J.J. elskaði djammið á Íslandi!! Fórum á Sólon, Prikið og svo aftur á Vegamót... helvíti mikið stuð.. ég hitti líka svo ótrúlega mikið af skemmtilegu og fallegu fólki... þá sérstaklega gaura... veit ekki hvað J.J. hefur haldið greyið strákurinn.. hann allavega heldur að allt Ísland þekki mig... mjög fyndið :o)
Á laugardagin var það svo Hallgrímskirkja, Perlan, Kringlan (þurftum áfengi), Bláa Lónið og svo 2 útskriftaveislur.. og svo aftur á djammið í þetta skiptið var það Pravda og 11 sem við fórum á...hitti meira af fallegu fólki.... þetta var bara rosalega skemmtilegt allt saman.. held reyndar að greyið strákurinn sé búin á því eftir allt þetta djamm... en hann er núna farinn hringinn í kringum landið.. sem betur fer því það tekur á að vera með gest 24,7... fyrir utan alla peningana sem maður eyðir.. SCHEISE!!
Allavega alvaran tekin við aftur námskeiðin byrja á morgun.. hraðkennsla í því hvernig eigi að reka hótel.. hlakka mikið til....
En jæja gott fólk ætla koma mér út að skokka áður en ég fer í matarboð
Bið að heilsa í bili
kv. Dillibossi Knúdsen og allt fallega fólkið :o)
Þetta blogg er í boði: einfaldur gin í sóda, mikið lime mikill ís... suddalega góður drykkur... !!!
1 Comments:
At 5:11 e.h., Nafnlaus said…
djöfull ertu dugleg að fara út að skokka. jé min eini... ég verð að fara að gera eitthvað í mínum málum áður en rassinn sígur meira.
Skrifa ummæli
<< Home