Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Kaupæði og skuldafíkn

Ákvað að leifa ykkur að fylgjast með verkefni sem ég á að skila á mogun, þetta er audda bara brotabot af því en gefur ykkur kannski hugmynd um það afhverju ég er svolítið út úr heiminum þessa dagana

Hvaða augum lýta útlendingar á okkur Íslendinga? Af hverju er okkur ekki sama? Það er endalaust hægt að velta sér upp úr þessu og koma með allskonar staðhæfingar um það að við séum lítil þjóð og ímynd skipti okkur miklu máli og þar fram eftir götunum. Í sjálfum sér er það ekkert vitlaust, en er þetta ekki bara okkar eigin minnimáttarkennd, hluti af því að vera mestur og bestur og öllum líkar vel við okkur! Okkur hættir til að verða of kappsöm og finnst það, af því að það stóð einu sinni í einhverju blaði að Ísland sé fallegasta land í heimi, þá eigi öllum, alltaf að finnast Ísland fallegasta land í heimi. Við hálfpartinn móðgumst ef einhver segist hafa verið í Noregi fyrir tveimur árum síðan og að norsku firðirnir hafi verið fallegri en þeir Íslensku. Hvað meinar hann eiginlega, já en okkar firðir eru svo sérstakir!
Ætli okkur hætti ekki til að staðhæfa of mikið um þessa hluti og taka gagnrýni of nærri okkur? En svona erum við bara ,,Take it or leave it” og hvað með það? Við erum bara stolt þjóð, stolt af því að koma undan villimönnunum sem nauðguðu, rændu og rupluðu þegar þeir byggðu þetta land. Við erum einnig stolt af því hversu auðug þjóð við erum, því við erum með ríkustu þjóðum heims, geri aðrir betur! En hvað kostar þetta okkur? Erum við ekki að missa af æsku landsins vaxa út grasi og gamla fólkinu sem hverfur úr þessum heimi með alla sínu visku undir græna torfu. Við höfum orðið það mikið að gera og neysluhyggja okkar ristir orðið það djúpt að það er enginn maður með mönnum nema að eiga allt, og með allt þá er átt við allt, bíl, hús, fellihýsi, svo talað sé ekki um allan aukabúnaðinn sem fylgir þessum hlutum. Svo veistu það að þú ert búin að koma þér vel fyrir þegar þú ert kominn með sumarbústað á Grísmnesi, sem auðvita er búin öllu því helsta sem nútíma heimili þarf að vera búið svo að enginn hætta sé á að hægt sé að láta sér leiðast upp í sveit. Þú ferð í að minnstakost þrjár utanlandsferðir á ári, eina til einhverrar stórborgar Evrópu, fjölskylduferð og sólalandarferð. Svona er Ísland í dag!!

Svo vil ég benda öllum á síðuna www.dsiceland.org

kv. Dillibossi Kaupæðis og skuldafíkill

þetta blogg er í boði 100.000 kr yfirdráttarins sem ég tók í gær... :o(

4 Comments:

  • At 3:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er aldeilis að falla inn í þessa klisju...
    Úffípúff... komin með hús og nánast allt sem þarf í það...
    Ég myndi nú samt ekki segja að ég væri með kaupaæði og alveg pottþétt ekki skuldafíkn, því ég HATA það að skulda!!!
    Kveðja
    Sigga Rósa
    http://www.blog.central.is/schatz

     
  • At 9:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Glætan að ÞÚ hafir tekið yfirdrátt! kv Heiðan

     
  • At 11:32 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Já elskan mín ég er sko búin að taka yfirdrátt!! Ég veithið óhugsandi getur enn gerst heheh!!
    En Sigga mín þó þú skuldir húsið þitt þá ertu SKO ekki skuldafíklatípan.. believe you me.. ég er sko búin að stúdera þetta.. :o)

     
  • At 1:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já ég skil alveg þetta kaupæði íslendinga...mig langar alltaf til að kaupa mér eitthvað...en hvað með þetta kapphlaup að þurfa að eiga alltaf bestasta og flottasta :S skil það ekki!!
    Ég er kanski bara svona nægjusöm???

     

Skrifa ummæli

<< Home