Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

föstudagur, apríl 15, 2005

hvað er málið með ,,Ó"

Ég hef verið að taka eftir því að hvað fólk er ferið að tala mikið með ,,Ó" í endan á örðum eins og Halló, í staðinn fyrir Hallærislegt. Sem er allt í lagi en þegar maður er farinn að heyra setnigar eins og : ,,Hún ætlar í FegÓ í NesÓ, PottÓ, með anÓ, geðveikt ógÓ sko " hehe þá er ég hætt að skilja.
Ég heyrð nebblega svona setningu á kaffihúsi um daginn, hún var kannski ekki svona ýkt en var eitthvað um einhverja fegurðarsamkeppni og stelpu með anórexíu sem var að taka þátt.
Þvílíkt tungumál samt...!!
Annars sit ég bara upp í Odda í dag að og er að bíða eftir að fólkið sem er með mér í kúrsnum Ferðamennska og samfélag komi og nái í heftin sem ég panaði fyrir það og borgaði 30.000 kr, fyrir. Þannig er nebblilega staðan að þessi kennari í þessum kúrs veit ekki mikið!! Svo að mín ákvað bara að taka saman´námsefnið og láta fjölrita það fyrir bekkinn....ekki var hún að fara gera það!! Það voru 26 af 35 sem höfðu samband svo ég lét gera eintök fyrir þá aðila, en svo eru 2 komnir á biðlista svo ég sé núna að það var þörf á þessu framtaki.
Svo ákvað mín líka að fara á fund hjá Skoraformanni og dissa svolítið kennsluhætti og uppsetnigu nokkura kúrsa hér upp í Háskóla, þetta var svo tekið fyrir á fundi og ég var síðan kölluð á fund næsta þriðjudag til þess að ræða betur um þetta. Ég allavega veit allavega að nemendur standa að baki mínu í þessu máli þannig að ég hef ekki áhygjur af því... það varð einhver að segja eitthvað!!
Annars þá er ég búin með öll verkefni og skólaönnin er bara að klárast. Fyrsta prófið er 22. Apríl og það síðasta 11, Maí. Sumarið er klárt, ætla smá að túristast með J.J. vini mínum frá Sviss (19-31 maí) áður en törnin hefst svo í sumar, búijn að ráða allt staff og kokk og allt upppantað hjá mér í sumar þannig að það verður fjör.

Bið að heilsa öllum

kv. Dillibossi

þetta blogg er í boði FerðÓ-slúttsins í kvöld ....bæjÓ

5 Comments:

  • At 9:30 f.h., Blogger Doppa said…

    Hmmm, já er FÓLK farið að tala mikið með "Ó"? Hvað með VegÓ og HverfÓ??

     
  • At 5:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hef svo sem tekið eftir þessu..en finnst þetta meira svona unglingatal. Pinkgange, muniði ekki eftir grensó og óló? ;)
    Gó Díana Gó!!!

     
  • At 12:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Stelpur, vitiði ekkert!? Ó er bara töff stafur!! ;)

     
  • At 10:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mér finnst allir vera að segja allavega :c)

    "Ég allavega veit allavega"

     
  • At 4:20 e.h., Blogger Doppa said…

    Hehe alveg rétt Arna, þetta er svona unglingatal, og það er sko ekki hægt að gleyma Grensó og Óló þegar við vorum 18 ára!!

     

Skrifa ummæli

<< Home