Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

miðvikudagur, október 19, 2005

Hvða er málið með???

Jæja ég hef ákveðið að ég ætla að fara skrifa um "hvað er málið með" því það er svo oft eitthvað sem brennur á mér og fer alveg geðveikislega í taugarnar á mér.. og ég hef bara ákveðið að hætta að byrgja það inni heldur að gerast einskonan "Velvakandi" en samt bara skemmtilegri útgáfan af honum :o)

T.d. HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞJÓNUSTUNA Á ÍSLANDI!!

ok í alvöru talað, maður fær valla góða þjónustu lengur, t.d. er konan er vinnur í bakaríinu mínu alltaf drukkin í vinnunni... en hún fær samt að halda vinnunni, af því að staðir eins og bakarí, sjoppur, videóleigur, skyndibitastaðir og allt svoleiðis vantar svo geðveikt mikið starfsfólk að fólk er bara farið að haga sér eins og það vill, það getur hvort eð er alltaf hoppað í vinnu einhverstaðar annarsstaðar!!
Ég er líka búin að fara alveg óheyrilega mikið út að borða upp á síðkastið og ég get alveg sagt að versta þjónustan var sko án efa á Fjólunni í Vestmannaeyjum.. alveg hræðilega léleg... en fast á hæla Fjólunnar er Madonna.. alveg hrillilegur staður og ömuleg þjónusta...
Besta þjónustan var hins vegar á Sjávarkjallaranum, hressir og skemmtilegir þjónar sem nenntu að sinna fólkinu og vissu allllllt um matinn sem maður var að fara borða.
Ok kannski ekki hægt að bera þessa staði saman svona hvað klassa varðar, en samt fólk á að vita hvað það er að gera....
Eða hvað.... er ég bara allt of frek og kröfuhörð?? (stolið úr Stuðmannalagi)!!

Bið að heilsa í bili

Kv. Dillibossi Knúdsen

Þetta blog er í boði Túnfiskssalats.. einhvernveginn alveg skuggalega gott !!

4 Comments:

  • At 8:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Greinilegt að sumir vinna við þetta ;)

     
  • At 11:18 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Humm veit ekki hvort þetta var hroka skot eða ekki.... en já vinn við þetta og finnst bara að fólk geti aðeins verið meira þjónustulundaðra.. ég meina það er ekki ódýrt að fara út að borða á Íslandi!!

     
  • At 1:09 e.h., Blogger Fanny said…

    Gó Díana... Ekkert að þessu. Hvar er þjónustulundinn hjá þessu pakki?

    Heiða... UUUUSSSSSSS

     
  • At 3:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ohhh er svo sammála þér..fer þetta fólk ekki á þjónustunámskeið.. þetta er ekki bara fólkinu að kenna heldur vantar bara kröfðu frá vinnuveitendum!! Hvar er metnaðurinn í að reka gott fyrirtæki!!

     

Skrifa ummæli

<< Home