Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

fimmtudagur, september 29, 2005

Köben á morgun baby.... jeh baby!!

Daginn daginn
Já eins og þið sjáið þá er ég að fara til Köben á morgun með henni Evu minni... JIBBÝ
Þar eigum við sko eftir að versla af okkur rassgatið... Ásdís.. H&M here I come!!

Allavega þá var ég að vinna í einhverri uppaveislu um síðustu helgi... þetta var einhver aðalfundur Uppakalla (örrfárra kvenna) og þar varð mér ljóst að ég er ekkert að fara giftast til fjár þar sem að það var ENGINN myndarlegur karlmaður þarna.... en konurnar voru allar Drop dead goudeous!! Hvað er málið samt hefur kvennfólk ekkert annað að gera en að eltast við gaura bara af því að þeir eiga peninga eða!! Hvað varð um mettnaðinn og hugsa hummm ég eignast bara þessa peninga sjálf....!! Ætli það sé eitthvað samasem merki þar á milli að ef þú átt peninga þá er konan þín yfir meðallagi falleg?

Ég var að koma úr skólanum núna rétt áðan... um 1730 leytið.. á mínum 3 ára Háskólaferli þá er þetta ein sú asnalegasta stundaskrá sem ég hef fengið... ég er semsagt í 6 Kúrsum, og í 7 byggingum það eru sem sagt Háskólabíó, Oddi, Askja, Aðalbygging, Árnagarður, Lögberg og NESKIRKJA!!! Halló ég er í NESKIRkJU í tímum.... svo að þennan veturinn á ég eftir að fara í KIRKJU 1x í viku... humm aldrei gerast áður.... heheheh

Jæja ætla að vara klára verkefnin svo ég geti farið til Köben með góðri samvisku!!

kv. Dillibossi Knúdsen

Þetta blogg er í boði Tuborg ummmmm góður drykkur :O)

5 Comments:

  • At 9:17 f.h., Blogger Doppa said…

    Góða ferð til Köben, elskan mín. Njóttu þín vel og bið kærlega að heilsa öllum sætu dönunum (og líka norðmönnum ef þú sérð þá þarna!!)

     
  • At 11:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Góða ferð til DK! Og velkominn í Árnagarðinn ;)

     
  • At 12:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég held þú hafir gott af því að fara í kirkju, hafðu það svo gott í KÖBEN, þú hittir örugglega einhvern sætan þar.

     
  • At 7:46 e.h., Blogger katrín said…

    díana dogg í kirkju.. já ég sé thad alveg fyrir mér :) en fjúffídúff, ekki eru skipuleggjendurnir gódir tharna hjá tér í háskólanum.. verd nú ad segja thad.
    en skemmtu tér ótrúelega vel úti og versladu nú af tér rassgatid.
    saknadarkvedjur, Katrín

     
  • At 10:27 f.h., Blogger Sævar Jökull Solheim said…

    Hef slæma reynslu af kirkjusókn af þessu tagi... ég þurfti að fara í kirkju 1x í viku á fyrsta árinu í háskólanum... og það á laugardagsmorgnum! Sem leiddi að sjálfsögðu til þess að ég skrópaði í 87% af tímunum... sem svo aftur leiddi til þess að ég skítféll í faginu.

    Góða skemmtun í DK!

     

Skrifa ummæli

<< Home