Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

sunnudagur, júní 19, 2005

Það á ekki yfir mig að ganga!!

Jæja hef staðið upp fyrir haus í verkefnum síðan ég opnaði hótelið og það ekkert lítil verkefni.... það er hinum hótelstjórunum mikil huggun að hringja í mig í tíma og ótíma bara til þess að tékka hvað ég hafi þurft að fást við síðustu daga því þá virkar allt svo rólegt hjá þeim!!

Ég t.d. opnaði hótelið tölvulaus, eða svo til, þar sem að Síma karlarnir sem settu upp ADSL-ið hjá mér gleymdu eiginlega bara að setja það upp!! Ég veit frekar skrítið, þannig að ég opnaði hótelið með því að hringja á aðalskrifsofuna og spyrja hversumargir væru að koma í mat til mín og hvað þau myndu vilja borða.. pínu neyðalegt...
...svo þegar það var komið í lag þá var það prentarinn sem var ekki að vilja leika, því það gleymdist að senda mér diskana með til þess að installa hann. Þegar það var komið tók ég eftir því að tölvan var alls ekki rétt forrituð til þess að ég gæti notað hana rétt!!
þegar ég tek á móti öðrum hópnum þá vantaði mig allar upplýsingar um þennan hóp, þær voru einfaldlega ekki í tölvunni... jebbs það hafði gleymst að segja mér að það væri mappa í Reykjavík sem kallaðist bókunnarmappa og það væru upplýsingar sem gætu nýst mér, þannig að ég tók á móti hópnum voða sæt og ljóshært vitandi EKKERT um þennan hóp!!!

Píparinn kom í heimsókn og gerði við sturtuna í einu herberginu, hann skrúfaði frá vatninu í húsinu á meða... málið er að hann gleymdi svo að setja það aftur á áður en hann fór. Þetta sama kvöld var ég með fullt hótel og þegar allir ætluðu að fara á fætur um morguninn á sama tíma þá kom enginn kraftur á vatnið og það var fljótandi útlendingakúkur í öðruhverju klósetti!!

Einn gestanna var svo reiður yfir því að hann stillti sturtuna á heitasta og kraftinn á fullt og skyldi þannig við herbergið...sem gerði það að verkum að þegar stelpurnar fóru inn í herbergið til þess að þrífa það kl 14:30 þá var þokkalegt gufubað þarna inn (búið að vera svona frá þvi kl 6) það lak vatn úr loftinu niður veggina og við þurftum að taka allt út áður en dýnurnar og húsgögnin yrðu gegnsósa af vatni... í kjölfarið af þessu fór brunavarnakerfið í gang svo ég slökkti á því... sem gerði það að verkum að viftan í eldhúsinu hjá kokkinum virkaði ekki og svínasteikingarlykkt fór um allt húsið!!
Þegar vatnið kom síðan aftur á þá var það appelsínugull drulla og þurfti því að þrífa alla vaska, sturtur og klósett upp á nýtt!!


Önnur þvottavélinn hefur ákveðið að vinda ekkert.... svo að það þarf alltaf að slá henni inn aftur og svo allt saman 2x.... teketillinn slær alltaf út á rafmagnstöflunni og þar aðleiðandi hellist upp á kallt kaffi.... uppþvottavélinn stýflast nær daglega og þarf að nota drullusokkinn þar á....
Nú síðast þá dó skjákortið í tölvunni í lobbýinu sem gerið það að verkum að ég get ekkert unnið!!

En það ótrúlega er að mér finnst þetta allt bara mjög gaman, ný viðfangsefni á hverjum degi og eingir 2 dagar eins!! Ég hefði samt haldið að ég yrði meira stressuð þegar hlutirnir ganga ekki eins og þeir eiga að gera...en merkilegt nokk þá er ég það ekki!!

Jæja vildi bara aðeins láta vita af mér og það sem er að gerast hjá mér og þó ég eigi mér ekkert líf fyrir utan vinnuna þá er það alveg hellings líf!!

Bið að heilsa öllum í bili

kv. Dillibossi Knúdsen

Þetta blog er í boði þeirra sem eru svo yndislegir að hjálpa mér í tíma og ótíma... gæti þetta ekki án ykkar :o)

9 Comments:

  • At 11:31 f.h., Blogger Sævar Jökull Solheim said…

    hehehe... það er aldeilis aksjon í vinnunni!
    mmm fljótandi útlendingakúkur, hvernig er hann?? :)

     
  • At 9:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hae. Thad er aldeilis. Thad a ad toppa allar uppakomur sidasta sumars a einni helgi hja ykkur. Flott ad ljuka thessu bara af.
    Komin til landsins - og gettu hvar eg er ad fara ad vinna ? Fosshotel - nema i thetta skiptid hja Ola a Mosfelli. Sem tho um launin i thetta skiptid, hehemm...
    Allavega. Se thig vonandi eitthvad i baenum i sumar (kemstu einhvern tima fra ?) x alda

     
  • At 9:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vúff...þú ert bara komin í fullorðinsvinnu ;)

     
  • At 5:33 f.h., Blogger Fanny said…

    Maður lifandi...

    Ef tig langar ad koma å norrænu tå tek eg tér fegins hendi.. Væri ekkert á móti tvi ad fá eitt stykki vinkonu hingað út eftir...

    Gangi ter vel. Ef einhver getur tetta, tá ert tað tú.

     
  • At 11:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ Krúttið. Svona er lífið. En ég trúi alveg að þér finnst þetta gaman og hef fulla trú á þér og leisir þessi vandamál vel úr hendi :)

     
  • At 12:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jæja elskan mín ég er að hugsa um að fara að hringja í þig vertu í startholunum við símann...
    anna dögg

     
  • At 9:55 f.h., Blogger Doppa said…

    Glæsileg byrjun hjá þér Díana mín!! Ég kannast við sum af þessum vandamálum og þau eru ekki alltaf mjög skemmtileg að leysa... en þetta reddast alltaf.... sérstaklega þegar svona dugleg og frábær manneskja eins og þú ert við stjórnvöldin.... ég hringi í þig fljótt...
    Doppa

     
  • At 1:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég skil nú ekkert í gæjanum að skilja við herbergið með sturtuna í botni. Geturðu ekki kært helvítið fyrir minniháttar skemmdarverk? :)

    Gangi þér vel og sjáumst!

     
  • At 6:43 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Já svona er þetta í sveitinni eins og Einar myndi segja...fyndið það er allt svo sveitó fyrir hann hérna.. hehe þessi borgarbörn.. komin út fyrir 101 og þá er allt orðið svo sveitó...en allavega takk allir fyrir ómælda trú á skvísunni..mar´má nú ekki bregðast því!! :o)

     

Skrifa ummæli

<< Home