Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Ég bara hlýt að vera undir álögum!!

Já gott fólk ég trúi ekki öðru en að ég sé undir einhvernskonar álögum hérna því óheppnin virðist elta mig... humm síðan ég skrifaði síðast (ég veit svolítið mikið langt síðan) þá hef ég verið að vinna, frítíma mínum hef ég svo eytt í að vinna og þess á milli þá vinn ég svona mér til dægra stittingar :o) En mér finnst það gaman, annars hefði ég væntanlega valið mér annað "sommer job"... en það sem ég á við með álögum er að það virðist alltaf eitthvað vera að ganga úrskeiðis svona eins og það sé endalaust verið að testa mig...!!
T.D. þá bilaði uppþvottavélin á þeim degi þar sem sem mest var að gera 400 diskar, 400 hnífapör, 150 glös, fyrir utan alla potta og pönnur, allt þetta HANDÞVEGIÐ, og svo annað eins morguninn eftir!!! Bæði píparinn og rafvirkinn komu að laga hana og á endanum hrökk þessi elska í gang.. en sú sæla virtist ekki ætla að endast lengi því hún er aftur biluð og það er að gera alla CRAZY !!

Um daginn þá fór ég svo á fugla veiðar í lobbýinu.. hlaupandi um með ruslatunnu og þjónabakk að reyna að veiða helvítis kvikindið, á meðan hann bara flögraði um allt og naut þess að skíta á nýskúraða gólfið!! Mín ekki ánægð.. gat þó hlegið að því eftir á!!

Verslunarmannahelgin gekk samt vel... fyrir utan 6 herbergja yfirbókannir bæði á Laugardag og mánudag... ekki gaman!! Meira að segja á laugardeginum var enga gistingu að fá í bænum.. meira að segja var allt fullt á hótel mömmu!! Svo að mín gerðist bara hjónabandsmiðlari og paraði öllum single gestunum saman í herbergi og gaf þeim svo vínglas svona aðeins til þess að skapa réttu stemminguna og viti menn.... þetta virkaði.. hef aldrei séð eins ánægðan hóp fara héðan út.. allir fullkomlega fullnægðir og eiga örugglega eftir að biðja um dobble herbergi það sem eftir er að ferðinni!!

En núna eru bara rétt 17 dagar þangað til ég kem suður og flýg beint til Sviss og svo þaðan á strendur Ítalíu... ahhh fullkomið ;o)

Jæja bið að heilsa gott fólk og vonum að það sé búið að testa mig nóg hérna því ég er sko alveg búin að sýna að ég veld þessu starfi eins og hershöfðingi :o)

kv. Dillibossi Knúdsen
Bæði frek og kröfuhörð!!

þetta blogg er í boði allra þeirra sem hafa komið í Byen og skoðað "barnið" mitt :o)

4 Comments:

  • At 2:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að sjá að það gengur vel hjá þér

    Haltu áfram að skemmta þér,
    kveðja KO

     
  • At 1:31 f.h., Blogger Sævar Jökull Solheim said…

    Hey, þegar þú kemur á strendur ítalíu, kallaðu þá eins hátt og þú getur og ég kalla á móti... kannski heyrum við hvort í öðru! :)

     
  • At 7:27 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    hehe væri ekki leiðinlegt... ég kannski slæ á þráðinn áður en ég kalla :o)

     
  • At 8:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott samt að þú ert með fólk til að þrífa og svona..hehehehhehe ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home