Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Hvað er málið með getnaðarvarnir!!

Hvað er málið með getnaðarvarnir!!

Já er furða að maður spyrji??
Ég meina við kvenfólkið erum settar á einhverja hormóna frá því við verðum fyrst kynþroska og allt þar til við verðum 50 erum við að innbyrða nýja og nýja hormóna (ég meina tæknin breytist og svona)!! Það má eiginlega segja það að hin venjulegi kvenmaður sé búin að vera á lyfjum u.þ.b. 35 ár ævinnar!!!
Eins og alltaf er sagt þá fitna stelpur þegar þær byrja á pillunni, þær verða skapbráðari, pirraðri, uppstökkari og guð má vita hvað hellist ekki yfir okkur kvenþjóðina þegar byrjað er að dæla í okkur hormónum.
Allt er þetta gert til þess að við byrjum ekki að unga út óskilgetum börnum, því eins og þið vitið þá er það ekki lengur svo að fólk giftist þeim fyrsta sem það sefur hjá, en einnig til þess að stúlkur geti ástundað skóla af sama krafti og strákarnir, í stað þess að þær sitji heima í barnauppeldi frá 16 ára aldri.
Af þessu má lesa að vegna þess hve mikið af hormónum kvenfólkið tekur inn er það mun oftar pirrað en áður fyrr, það er ein af ástæðunum fyrir því að menn eru ekki enn að giftast þeirri fyrstu sem það sefur hjá, thank good for that, og heldur því áfram í leit að hinni fullkomnu konu. Sem þeir finna auðvita aldrei því við erum allar uppfullar af hormónum til þess að passa upp á það að a) við þurfum ekki að giftast ykkur, b) passa upp á það hve mikið af meðlægi þið þurfið að borga eða c) við ætlum að vera í skóla og höfum ekki tíma fyrir neitt barnastúss.

En ég er kominn með lausn á þessum vanda!!
Já það er einfaldlega að taka alla karlmenn úr sambandi. Upp úr 14 ára þá verða stráklingar gerðir ófrjóir með því að taka þá úr sambandi og svo settir í samband aftur þegar þeir eru komnir með konu og tilbúnir að hleypa barni inn í þennan heim. Með þessu móti getur kvenfólk hætt að taka inn hormóna og geta því farið að vera þær sjálfara aftur, minna uppstökkar og skapbráðar og þar fram eftir götunum, og það verður minna af óskilgetnum börnum í heiminum. Þetta gerir það líka að verkum að við þurfum ekki að taka upp gamla hætti og giftast þeim fyrsta sem á vegi okkar verður :o)
þá vera allir sáttir og glaðir/graðir!!

Hvernig líst ykkur á??
Ég veit að það er hægt að framkvæma þessa aðgerðir í báðar áttir, s.s. taka í sundur og láta saman svo það ætti ekki að vera vandamálið.


Endilega kommentið á þessa snildar hugmynd mína

Með hormónakveðjum

Dillibosso Knúdsen

þetta blogg er í boði Nuva ring, enn eitt hormónalyfið!!

16 Comments:

  • At 10:53 e.h., Blogger Doppa said…

    Já, frábær hugmynd hjá þér Díana, ég er sko sammála. Ekkert helvítis hormóna drasl lengur, en þar sem það eru karlarnir sem ráða vísindinum, þá hafa þeir frekar látið okkur konurnar um læknisfræðilegu tilraunirnar en ekkert má gera við þá.

    Alla kalla úr sambandi!!!

     
  • At 8:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ohhhh my god hvað ég er sammála þessu! Snilldarhugmynd hjá þér...ég er alveg komin með nóg af þessu hormónarugli :) Fáránleg drasl!

     
  • At 10:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er ósammála. Fólk getur bara notað bestu getnaðarvörnina ef það er hvorki tilbúið að eignast börn né að giftast þeim fyrsta sem það hittir... já, besta getnaðarvörnin = skírlífi! ;)

     
  • At 11:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Híhí ! Sammála þessu Díana mín!! Og Ólafur þú mátt troða þínu kommenti á staðinn þar sem sólin skín ekki ! :)
    Kv halldóra

     
  • At 1:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sammála, en reyndar þá hef ég heyrt að karlmenn eru hræddir við að missa getuna þegar þeir eru teknir úr sambandi ( það gengur auðvitað ekki ). Þekki ekki læknisfræðilega útfærslu á þessu og veit því ekki hvort það á við rök að styðjast :)

     
  • At 1:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sammála, en ég hef reyndar heyrt að karlmenn eru hræddir um að missa getuna ef þeir eru teknir úr sambandi. Það gengur auðvitað ekki. Ég þekki reyndar ekki læknisfræðilega útfærslu á þessu :)

     
  • At 2:21 e.h., Blogger Fanny said…

    Sammála. Erum að taka inn lyf sem ráðast gegn náttúrulegri starfsemi líkamans.
    Ólafur.. þín útgáfa á getnaðarvörn er a little bit sad ;) Láttu frekar klippa eða slíta, eða nudda hann smá á þér. Ég held þér veiti ekkert af því;)

     
  • At 2:22 e.h., Blogger Fanny said…

    by the way Díana baby. Farðu að kíkja í heimsókn.

     
  • At 2:42 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    já afsakið elsku dúllan mín.. hef bara verið upptekin í skólanum upp á síðkastið en ég fer að láta heyra í mér..
    .. já ég meina hugmyndin hans Ólafs er auðvita góð.. en ég meina KOMMMON... þetta dæmi er sett upp miðað við það að fólk sé að stunda kynlíf... annað en sumir..!!
    Svo verð ég nú að segja að með læknisfræðina hjá þér Gunnur mín að mér er bara alveg sama...ég meina karlmenn verða ekki getulausir af þessu.. þetta er hægt og því ekki að nýta sér það.. ég meina kvenmenn eru líka hræddir við að fitna þegar þær byrja að taka inn pilluna.. eða einhvern annan fjanda!!

     
  • At 4:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    wohohhó.. skotin fljúga fram og aftur, ég næ varla að verja mig!

    En ég vildi nú aðeins benda á að skírlífi er langbesta getnaðarvörnin. Það þarf ekkert að sanna það vísindalega, læknisfræðilega eða öðruvísi. Það segir sig bara sjálft.

    Annars virðist þessi umræða hér (um aftenginu karla) snúast aðallega um hormónauppbyggingu kvenna, of mikla fitu, pirrleika og fleira í þeim dúr.. best að ég dragi mig þá bara úr umræðunni og leyfi stúlkunum að tala um það sem þær þekkja best.
    Kveðja.

     
  • At 11:45 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Nei alls ekki Ólafur ekki gera það.. málið var að ég vildi fá fleiri karlmenn til þess að tjá sig.. en þar sem þín rök með skýrlífi eru ekki til umræðu af minni hálfu tek ég þau ekki góð og gild.

     
  • At 1:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    vá lof mér að taka þátt í þessu!!! ég vil meina að það ætti að taka karlpening landsins úr sambandi í fæðingu þá er málið dautt og þeir geta þá bara kippt sér í samband þegar þeir eru tilbúnir að taka á móti litlum krílum í heiminn.

     
  • At 1:06 e.h., Blogger Sævar Jökull Solheim said…

    Frábær hugmynd! Skal glaður kippa mér úr sambandi fyrir minna uppstökkt, skapbetra og grennra kvennfólk...

     
  • At 11:29 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Það væri nú óskandi að allir karlmenn væru jafn fullkomnir í hugsun og þú sævar minn, maður er farinn að sakna jákvæðninnar þinnar hérna á klakanum :o)

     
  • At 7:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    VÁ DÍANA EKKI ORÐINN 25 OG STRAX ORÐINN SVONA ÞREYTT, HELD ÞÚ ÆTTIR AÐ SETJAST AÐ Á NESKAUPSTAÐ OG EIGNAST FULLT AF LITLUM KRAKKASKRÍMSLUM.
    ps. þetta comment er í boði www.HEILL.is

     
  • At 8:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vá þetta er frábær hugmynd. Ég hef svo oft verið að hugsa út í þetta fáránlega magn af hormónum og öðrum efnum sem að við konur þurfum að setja ofaní okkur! Hmm hef samt á tilfinningunni að bróðir þinn yrði ekki hrifinn ef að ég mundi stinga uppá þessu við hann hehe ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home