Hvað er málið með "pæjur"??
Ég man þegar ég var lítil og við vinkonurnar lékum okkur í "mömmó", þegar við urðum aðeins eldri var það talið barnalegt og hallærislegt svo við skiptum yfir í "pæjó", því við vorum auðvita allar upprenandi pæjur. Það er þó ekki fjarri sanni að segja að sumir eru enn fastir í því að leika sér í "pæjó", því það að vera pæja er "full time job" .
Ég ákvað því að gera smá lista yfir allt það sem hin "týpíska" pæja þarf að gera í sínu daglega lífi til þess að viðhalda standard og réttu ímyndinni.
Það þarf að fara í strípur á 6 vikna fresti, heillitun á ca. 12 vikna fresti. Plokkun og litun á augabrúnunum eitthvað álíka, vax 1x í mánuðuði og auðvita BRASILÍST, brúnkutíma 1-2x í viku, ræktina 6x í viku 2tíma í senn + gufu og pottinn því það er svo afskaplega líandi að vera pæja, þessi vöðvabólga er alveg að fara með mig!! Fyrir utan það að timburmennirnir eru oftar en ekki við lýði á sunnudagsmorgnum, ég meina hver er tilgangurinn með því að vera pæja ef enginn fær að sjá það!!
Á 2ja mánaða fresti þarf svo að fá sér "EKTA GERVI" augnhár, sem eru alveg eins og ekta, en eru samt gervi og gera augun svo æðislega þétt og fín. Andlitsbað með tilheyrandi kremum, geli og maska ca. á 2ja mánaða fresti, fílapenslar eru ógeð, og það þarf að styrkja húðina til þess að halda sér ungum og ferskum, það má náttlega enginn vita að hún er að detta í 35!! Handsnyrting og fylla inn í gerfineglurnar á ca. 6 vikna fresti. Nú svo auðvita þær allra hörðustu láta líka setja "frence" á tærnar!!
Það þarf að fylgjast með því allra nýjasta, og því eru ferðir í stórverslanirnar næstum því daglegt brauð. Sem og á alla heitustu staði borgarinnar!! Þær líta út eins og klipptar út úr tískublaði ALLTAF. Þessar elskur þurfa að slétta og blása á sér hárið á HVERJUM MORGNI áður en þær fara út úr húsi og "dagförðun" af ýktustu gerð er notuð. Svo er það að velja outfittið.. sem getur tekið dágóðan tíma. Því ekki má nú setja blett á ímyndina með því að vera í ósamstæðum fötum!! Vitiði hvað þetta tekur langan tíma?? (ca. einn og hálfan).
Það fyndna við þetta er að pæjur vaxa aldrei upp úr því að vera pæjur því þær, eins og við þegar við vorum litlar, fynnst það að vera í mömmó voða hallærislegt svo þó þær eigi börn, þá gengur það samt fyrir að vera pæja.
Þetta er nátturulega ýkt dæmi, en samt stelpur pæliði aðeins í því þegar þið sjáið úber flotta píu úti á götunni og ykkur líður frekar illa yfir því hvað illa til fara þið eruð, þetta eru þær píur sem virka á mann sem pían sem hefur allt, pælið í því hvað það tók hana langan tíma að líta svona út og hvað þið eruð í rauninni búnar að komast yfir margt þennan dag, á meðan það eina sem hún afrekaði er einfaldlega að vera pæja!!
kv. Dillibossi Knúdsen
þetta blogg er í boði þess sem er til í að styrkja mig að því að vera full time pæja :o)
6 Comments:
At 7:05 e.h., Nafnlaus said…
Vá gott að ég er ekkert að reyna að vera pæja.
Það virkar hrikalega erfitt og svo er það örugglega ógeðslega dýrt.
At 12:53 f.h., Nafnlaus said…
Hmmm, mér finnst ég hrikalega flottur töffari ok það er miiiklu smartara en að vera pæja, því pæjur eru frekar tómar ofanmittis. Að vera pæja er líka óldís, sjálfstæðar konur með free spirit og þekkingu til að steppa inn á hvaða svið sem er með sjálfstrausti, thats us. Pæjurnar eru bara allslausar greyin, seldar. Það er totally ekkert flottara að vera pæja, eiginlega bara leim. Töffarar hafa brein, lúkkið og verkfæri til að vinna málið. Yehaaa thats it fólks.
At 5:14 e.h., Nafnlaus said…
Heyr heyr!!! Gott að vera bara svona sveitapæja með kollinn í lagi ;)
At 11:28 f.h., Nafnlaus said…
ummm... ég er orðlaus!
At 9:21 e.h., Alda Berglind said…
Mæli með listnámi (allt nám fyrir utan alls kyns hönnun). Þá er tískan að líta alltaf út fyrir að hafa dottið í fötin sín á leiðinni fram úr rúminu og því stærri hárrót og því minna sem maður lítur út fyrir að hafa haft fyrir útlitinu, því betra. Eina vandamálið er að maður verður latur og nennir ekki einu sinni að hafa sig til fyrir brúðkaup og er eins og fimm ára í hælaháum.
At 5:17 e.h., Nafnlaus said…
Ég er bara eins og ég er! Ef fólk er hrætt við mig eða finnst ég sérlega hallærisleg þannig þá er það bara allt í lagi mín vegna. Hef ekki efni eða tíma til að vera svona pæja. Mér finnst alltaf eins og fólk sé að fela eitthvað ef maður sér það aldrei öðruvísi en uppstrílað... Bara mín skoðun ;)
Skrifa ummæli
<< Home