Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Hvað er málið með fegurð Íslenskra kvenna?

Fegurðarsamkeppni landkynning eða löstur?
.
.
.
Það er alltaf talað um að fegurðarsamkeppnir séu mikil landkynning og þ.a.l. mikil auðlind fyrir ferðaþjónustuna hér á landi. Hvað eru þær, þ.e. fegurðardrottningarnar, að kynna erlendis sem virkar svona vel á ferðaþjónustuna annað en að fleiri og fleiri í heiminum heyri um landið langt í norðri. Er einhver að hugsa um að ferðast til Ísland af því að hér er svo fallegt kvenfólk? Eða af því að við erum svo vel að okkur í mannúðarmálum? Erum við enn föst í því að enginn þekki landið okkar og því þurfum við að keppast við að sanna tilvist okkar og mikilmennsku? Að mínu mati skiptir það ekki það miklu máli fyrir ferðaþjónustuna að fólk í vanþróuðu löndunum viti um Ísland þar sem þau eiga ekki eftir að geta heimsótt okkar land hvort eð er. Þó svo að ég styðji heilshugar vinnu þeirra í mannúðarmálum.
Það hefur heyrst í fréttum bæði hérlendis og erlendis af því að erlendum karlmönnum finnist mjög gaman að koma til Íslands vegna þess hve fallegt kvenfólkið er hér. Varla er þó hægt að kalla það ferðamennsku? Nema þá að við seljum inn á þessa svokölluðu auðlind okkar og markhópurinn verði ríkir karlmenn 30+. Ætli það nefnist þó ekki frekar “hórdómur” en ferðamennska? Eða hvað?


Þetta var pæling dagsins gott fólk
Endilega gefið mér comment á þessa pælingu mína

Bið að heilsa
Þetta blog er í boði kynlíf, því án þess hefði ekki verið hægt að búa til allt fallega kvenfólkið sem laðar að alla karlana og styðja þar að leiðandi að ferðaþjónustunni sem hjálpar svo aftur til við að byggja upp hagkerfi landsins!!
kv. Dillibossi Knúdsen

6 Comments:

  • At 6:51 e.h., Blogger Sævar Jökull Solheim said…

    Þú svaraðir nú svolítið sjálf af hverju sigur í fegurðarsamkeppni dregur fleiri ferðamenn til íslands: "fleiri og fleiri í heiminum heyri um landið langt í norðri".
    Það hlýtur að vera alveg ljóst að því fleiri sem heyra um landið og því meira sem fólk veit um það, því meiri líkur eru á að fólk komi þangað.
    Svo er það líka klárt mál að fallegt kvennfólk á íslandi selur, og er það hið besta mál! Ég veit ekki hvernig það getur kallast vændi ef erlendir ferðamenn (þótt þeir séu ríkir 30+ karlar) koma hingað til að sjá fallegt land og fallegt fólk. Stelpur, þótt þið séuð fallegar þá er ekki þarmeð sagt að þið séuð hórur.
    jæja... ætla að stoppa sjálfan mig af hér... skemmtileg pæling hjá þér :)

     
  • At 11:22 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Já en erum við þá ekki að einblína á einn markhóp? og varan er íslenskar fallegar konur?

     
  • At 11:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    #1
    Þið elskurnar hafið sofið hjá útlendingum síðan bretarnir komu og hertóku landið, ég held þið ættuð að vera ánægðar með að geta hoppað upp á einhvern negra eina nótt tekið the morning after pilluna og allt í góðu. Hef grun um að kaþólsku kynsystur ykkar öfundi ykkur.
    #2
    Held að ungfrú heimur sé óttarlega lítið landkynning, þeir sem hafa efni á að koma hingað finnst þetta sjónvarpsefni eflaust lélegt og hálf feikað.
    #3
    Mér finnst að allir eigi að geta gert það sem þá langar til svo framarlega sem það komi ekki beint niður á einhverjum öðrum

     
  • At 8:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er sammála Sævari...og af hverju er ekki lagi að blína á einn markhóp með þessu og með öðru á aðra markhópa...þessi markhópur er náttúrulega bara dropi í hafið! Eins og Sævar benti líka á, þá þurfum við stelpurnar ekki að sofa hjá ferðamönnunum þó þeir komi til að sjá hversu fallegar við erum :)
    Mér finnst reyndar fegurðarsamkeppnir alltaf á gráu svæði...en gott að þær gefi þó eitthvað jákvætt af sér eins og góðgerðarstarfsemi og landkynningu!

     
  • At 10:05 f.h., Blogger María Hjálmarsdóttir said…

    Hey hey.
    Ekki ertu með númerið hjá Ölmu í Swiss.. þarf alveg endilega að ná í hana.
    Kv. Maja

    mail: mariamey28@hotmail.com

    takk fyrir ;)

     
  • At 4:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sæl frænka!! Ég var búin að steingleyma blogginu þínu ;)

    Hvernig gekk með verkefnið?? :)

    En endilega láttu í þér heyra sem fyrst.

    Kv. Esther og bumbubúinn sem er væntanlegur eftir 7 vikur!!! :D

     

Skrifa ummæli

<< Home