Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Hvað er málið með "Make-up"?

Ok ég nota "Make-up".. sérst ALDREI án Maskara og það er STAÐREYND!!
En afhverju eru það bara konur sem nota "Make-up"?
Hvað er það sem við erum að MAKING UP? (what are we making up for.... hljómar betur svona)
Þetta hljómar eins og það sé eitthvað að okkur og að við þurfum að bæta fyrir það? Eða það er allavega það sem orðið "Make-up" er að gefa til kynna!
En hvað er það sem við erum að bæta upp? Af hverju eru það bara konur ( og Krummi í Mínus :o)) sem nota "Make-up"?


Svör óskast...

kv. Dillibossi Knúdsen
(sem ætlar samt ekki að láta sjá sig án Maskara þar sem að samfélagið ætlast til þess að honum að bera á sig Maskara á hverjum degi).

Þetta blogg er í boði Mabeline:... maybe she´s born with it.. maybe it´s Mabeline :o)

10 Comments:

  • At 1:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mér finnst bara flott að þú skulir varalita þig fyrir svefninn

     
  • At 1:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég meina hvað gerir hún ekki til að vera sæt fyrir þig Einar? ;)
    Eins og ég hef alltaf sagt þá vildi ég óska þess að ég væri þannig karakter að ég myndi ekki láta samfélagið stjórna mér, en kannski einhvern tíma verð ég orðin það þroskuð að ég geti gengið í jogging gallanum og án maskara! Krossum bara fingurnar...

     
  • At 1:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég myndi mundi búa í kletti þar sem enginn fær aðgang ef masakari verður tekinn út af markaðinum. Því þegar ég er ekki með maskara þá er ég spurð hvort ég hafi sofið illa, sagt að ég sé þreytuleg og líti ekki alltof vel út eða þá er ég spurð hvort ég sé eitthvað veik. Þannig þessi hlutur er ómissandi í mínu lífi!!!

     
  • At 1:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég held að þetta sé bara spurning um hvað maður venur sig (og aðra) á. Ef maður hefur vanið aðra við að sjá mann málaðan þá er það náttúrulega sjokk fyrir þá að sjá mann allt í einu ómálaðan! ("Ertu lasin eða eitthvað?")
    En ég hef reynt að halda mig við að vera ómáluð dagsdaglega, aðallega af því að ég nenni þessu ekki(og er bara nákvæmlega sama hvað fólki finnst) og þá er svo gaman að gera sig fínan annað slagið og sjá breytinguna.
    Ekki hika ég við að láta sjá mig í joggaranum, vinnugallanum, drulluskítug og án MAKE UP!
    Kveðja, Laufey sveitalúði ;)

     
  • At 9:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er eins og þú... get helst ekki farið út úr húsi á þess að setja á mig maskara... en meira nenni ég nú ekki að gera, náttúruleg fegurð okkar krefst ekki meira en að dekkja á okkur augnhárin ;o)

     
  • At 1:22 e.h., Blogger Guðrún said…

    Ég fer aldrei að sofa nema vera búin að maskara mig og setja á mig gloss...svo vakna ég svona eins og kellurnar í Bold and the Beautifull:) afskeplega falleg eitthvað

     
  • At 12:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jó, ég held ég verði að ganga í lið með sveitalúðanum Laufey. Ég bara kem til dyrana með gráu hárin ef mér sýnist svo og maskaralaus líka og nota ALDREI meik. Common leidís. Kveðja ein úr sömu sveit ;+)

     
  • At 10:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Fjúff hvað ég er fegin að vera ekki ein um þessa skoðun. En Ásta, verður maður ekki bara svona náttúrulega fallegur í sveitinni?? ;)

     
  • At 10:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég held að ástæðan sé að konur eru konum vestar. ég labba inn í strætó og oh my god maður er mældur og metinn upp og niður, í hverju ertu og hvernig líturu út... bla bla þetta er svo fáranlegt

     
  • At 12:58 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    já ég er sko sammála.. þetta er alltaf gert.. en það versta er að ég veit alveg sjálf að ég geri þetta líka... :o/ Hvað er málið.. ekki sér maður strákana gónandi á hvern annan og mæla út i hve hallærislegum jakka þessi og hinn er í!!

     

Skrifa ummæli

<< Home