Hvað er málið með framhjáhöld??
Mörg okkar höfum orðið fyrir þeirri sáru reynslu að það hafi verið haldið framhjá okkur. Ég hef allavega orðið fyrir því og get alveg sagt ykkur að sú reynsla er óskemmtileg og óska ég engum þess að verða fyrir því að manneskjan sem þeir elska haldi framhjá þeim.
Í seinnitíð hef ég komist að því að þessi reynsla er mér mjög mikilvæg þar sem hún kenndi mér að finna til og gráta. Ég uppskar þó líka jákvæða reynslu úr þessu því þessi sára reynsla gerði mig nákomnari vinum mínum. Ég lærði að meta það hvað góður vinur/vinir eru mér mikilvægir, í raun óhugnalegt til þess að hugsa að eiga ekki góða að, því án vinanna erum við ein!!
Ég kemst samt ekki framhjá því að hugsa að kannski er okkur, þ.e. mannfólkinu, ekki ætlað að vera með einni manneskju það sem eftir er. Kannski er það ekki í okkar eðli!! Og ef það er ekki í okkar eðli, er þá ekki svolítil pressa sett á okkur með því að ætlast til þess að við séum trú og traust þessari einu manneskju allt okkar líf?? Er einkvæni mannlegt?
Ekki get ég svarað þeirri spurningu upp á eigiin spýtur, en ég verð allavega að segja að gaurarnir koma og fara úr lífi manns, en vinirnir eru fyrir lífstíð. Kannski eru vinasamböndin frekar "hjónaböndin" sem fólk á að vera að rækta, í stað þess að leggja allt sitt á eina mannsekju, sem í framtíðinni kemur kannski til með að sýna sitt "rétta" eðli og skilja okkur hin eftir ein!!
Kv. Dillibossi Knúden.. ástfangin as can be!!
p.s. þetta blogg er í boði Lotus-tissjúklútanna..!!
Í seinnitíð hef ég komist að því að þessi reynsla er mér mjög mikilvæg þar sem hún kenndi mér að finna til og gráta. Ég uppskar þó líka jákvæða reynslu úr þessu því þessi sára reynsla gerði mig nákomnari vinum mínum. Ég lærði að meta það hvað góður vinur/vinir eru mér mikilvægir, í raun óhugnalegt til þess að hugsa að eiga ekki góða að, því án vinanna erum við ein!!
Ég kemst samt ekki framhjá því að hugsa að kannski er okkur, þ.e. mannfólkinu, ekki ætlað að vera með einni manneskju það sem eftir er. Kannski er það ekki í okkar eðli!! Og ef það er ekki í okkar eðli, er þá ekki svolítil pressa sett á okkur með því að ætlast til þess að við séum trú og traust þessari einu manneskju allt okkar líf?? Er einkvæni mannlegt?
Ekki get ég svarað þeirri spurningu upp á eigiin spýtur, en ég verð allavega að segja að gaurarnir koma og fara úr lífi manns, en vinirnir eru fyrir lífstíð. Kannski eru vinasamböndin frekar "hjónaböndin" sem fólk á að vera að rækta, í stað þess að leggja allt sitt á eina mannsekju, sem í framtíðinni kemur kannski til með að sýna sitt "rétta" eðli og skilja okkur hin eftir ein!!
Kv. Dillibossi Knúden.. ástfangin as can be!!
p.s. þetta blogg er í boði Lotus-tissjúklútanna..!!
7 Comments:
At 11:23 f.h., Nafnlaus said…
Já það er vissulega góð spekúlering að mannfólkinu sé kannski ekki ætlað að vera trú einum einstaklingi, og það er jafnvel að stórum hluta nokkuð skemmtilegt þegar maður er óbundinn og getur gert hvað sem er með hverjum sem er. Hins vegar held ég að ókostirnir yrðu miklu fleiri í samfélaginu. T.d. yrði ekki séns að halda utan um það að feðra börn og líklegt er að mannfólkinu myndi jafnvel fækka, enginn myndi vilja taka ábyrgð á neinum eða neinu. Mig minnir að við höfum talað um þetta einhvern tíma í mannfræðinni...hvernig var það annars Doppa?
P.s. framhjáhöld sökka feitt!
At 5:25 e.h., katrín said…
leidinlegt ad heyra hve kvefud thú ert :(
en ennthá meira greip thad mig thó hve happy thú ert. ótrúlega er ég ánaegd!!!
get ekki bedid eftir ad koma heim.
At 6:15 e.h., Nafnlaus said…
Já hvað er málið með framhjáhöld ? Líklega ekki til neitt eitt svar við þessari spurningu, enda eru ástæðunar æði margar og mismunadi. Mikilvægast er að einstaklingar séu það sjálfstæðir og sterkir að ef þeir lenda í þessari leiðinlegu reynslu þá geti þeir tekið ákvörðun á eigin forsendum og séu ekki það háðir makanum að þeir geti ekki hugsað sér lífið án hans. Það er pottþétt að ef makinn upplifir hinn aðilann ósjálfstæðan þá þorir hann frekar að halda framhjá.
At 6:17 e.h., Nafnlaus said…
Gleymdi að skrifa undir en "anonymous" er Gunnur.
At 10:41 e.h., Nafnlaus said…
Temptr lofaði að commentera og hefur sko sannarlega skoðun á þessu málefni. Temptr er eiginlega komin á þá skoðun að það sé nánast fáránlegt að ætla samböndum að halda alla ævi. Nú hvenær eiga framhjáhöld sér stað?? Þegar blossinn er farinn, virðingarleysi almennt eða tilfallandi fyrir hinum aðilanum, afar mikil og fjölbreytt kynlífsþörf sem viðkomandi þorir jafnvel ekki að ræða við maka, ástin orðin að vana og vináttu og kynlífslöngun engin? Já það er margt sem kemur til greina. Stundargaman? Temptr hefur upplifað allan pakkan, nema að haldið sé framhjá henni nema kk með kk ;+) Sko, þegar fólk hittist hrífst það af ákveðnum ,,pakka", nú og ,,pakkarnir" breytast báðir með árunum, er ekki líklegt að á tímabilinu muni svo tilfinningar til ,,pakkans" jafnframt breytast? Einn vinur sagði að ef fólk eignaðist börn og íbúð og fullt af skuldbindingum saman á fyrsta árinu þá hrikti verulega í stoðum framtíðarsambands því það væri ekki fyrr en eftir 1 ár sem sjálfir einstaklingarnir þ.e. týpurnar færu að máta sig raunverulega saman, og eiga því enga undankomuleið ef skuldbindingarnar eru þeim ofviða. Vitið hvað, lausnin á þessum vanda í heild er, talið saman um allt á milli himins og jarðar og eins vítt og mögulegt er. Það eykur líkur á að fólk komist að því hvort chemistrið haldi, betra er fyrr en síðar. Hreinskilni....
At 11:49 e.h., Dillibossi Knúdsen said…
vá hvað ég er sammála ykkur báðum, ja það þarf að geta verið sjálfstæður aðili í sambandi og geta tekið sjálfstæðar skoðanir, ég er líka sammála því að fólk taki á móti ákveðnum pakka og að ef þessi pakki breytist þá er ekkert svo víst að fólkið eigi lengur saman. Svo að já kannski er okkur ekki ætlað að vera með einni manneskju aðeilífu??
En Tempress, smá spurning? Hvort helduru að sé verra að vera dömpað fyrir annan karlmann eða annan kvennmann??
At 7:15 e.h., Nafnlaus said…
Hvorutveggja vont, en líklega verra ef það er kona, því þú getur auðveldar borið þig saman við hana en karlmanninn, svona almennt. Kjósi maðurinn þinn karlmann frekar en þig þá er ósköp fátt sem breytir því ;+) Fyrrverandi sambýlingur minn er staðfastur hommi í dag og er ég afar glöð fyrir hans hönd, þ.e. að hann skyldi þora að opinbera kynhneigð sína. Temptr reyndar bíður enn eftir að hann þakki sér fyrir dömpið, og þannig neytt hann til að taka ákvörðun.. Temptr hefur og verið í sambandi með bysex manni og það er ekkert mál ef samkomulag er um það og allt látið flakka. En bottomlænið er að Temptr er doltið lítið fordómafull á þessu sviði sem og almennt reyndar, svo það er kannski ekki gott að bera sig saman við hana, en gott fólk, Temptr hefur aldrei skilið þegar konur sem haldið er framhjá kenna hinni konunni um það, hvurslags rugl er það.. Það er eins og viðhaldið hafi haldið framhjá konu karlsins sem hún telur sig oftast ,,eiga" með húð og hári, enn meira rugl er það nú. Konur sem telja sig eiga karlmanninn í sambandinu lenda miklu oftar í að haldið er framhjá þeim en aðrar sem eru sjálfstæðar og rugga bátnum til jafns við karlmanninn.
Skrifa ummæli
<< Home