Skapaðar og áunnar ímyndir af Íslandi!!
Ég ætla að leyfa ykkur að njóta þess að lesa afrakstur fyrirlestrar sem ég hélt um daginn um Skapaðar og áunnar ímyndir af Íslandi
Ég ætla að kynna fyrir ykkur muninn á Sköpuðum og áunnum ímyndum. Því oft á tíðum eru ímyndir af ferðamannastöðum skapaðar til þess að draga fleiri ferðamenn að. Þegar talað er um skapaða ímynd er verið að meina sú mynd sem ferðamannafyrirtæki, ferðamálaráð og önnur stór fyrirtæki eru að auglýsa út á við.
Áunnar ímyndir eru aftur á móti þær ímyndir sem við höfum í hausnum af ákveðnum stað, hlut eða landi án þess að hafa orðið fyrir einhverjum áróðri af utan að komandi aðila.
Að þessu gefnu tökum þá dæmi um landið Ísland. Ísland hefur orðið fyrir ákveðnum áróðri innlendra ferðaheildsala.
Markaðsfræðingar hugsa í því samhengi, hvað er það sem selur? Hverjir eru það sem eiga peninganna? og Hver er markhópur? Jú þeir hafa reiknað út hverjir það eru sem eiga mestu peninganna og þannig fundið út hvaða markhópur passi Íslandi best. Já það eru eins og þið vitið eflaust flest, karlmenn á aldrinum 30-60 ára, og hvernig eru þeir narraðir hingað?
Jú með myndum af íslenskum hávöxnum, ljóshærðum, fallegum stúlkum, en eins og kemur fram í þætti Oprah Winfrey í Janúar, þá lítum við víst allar þannig út!! Þessar stúlkur eru oft nefndar Beauty Queens í auglýsingunum, eins og ein þeirra hljómaði Pester a Beuty queen sem lauslega þýðist að þjarka eða erta fegurðardrottningu.
Talað var einnig um Íslenskt kvenfólk í þættinum hjá Oprah sem auðlind þjóðarinnar, eins og olían er fyrir Írak eða Saudí Arabíu.....
Hingað til hefur fiskurinn og heita vatnið verið talin auðlind Íslands, en það er greinilega löngu liðið undir lok að auglýsa það sem auðlind okkar og kvenfólkið búið að taka við á þeim vígvelli.
En er nokkuð svo slæmt að vera auðlind? Jú leifið mér að greina nánar frá því hvað auðlind þýðir. Orðið er eins og gefur að skilja dregið af orðinu auður eða sjóður. Auðlind er t.d. eitthvað sem enginn annar á og hægt er að selja á erlendum markaði til þess að fá erlent fjármagn inn til landsins og auka þar með hagsæld þjóðar. Yfirleitt er þetta útflutningsafurð, en í þessu samhengi er ætlast til að fluttir séu inn erlendir karlmenn til þess eins að stara á okkur Íslensku, hávöxnu, bláeygðu, ljóshærðu, flottu og fallegu kvenmennina. Ég veit ekki um ykkur, en ég hef ekki áhuga á að vera auðlind, hvað þá flokkuð sem útflutningsvara!! Enda er ég rétt um 1.60, Rauðhærð með græn augu, ætli ég yrði flokkuð sem B-vara í þessum útfluttningsprósess!!
Quinten Tarentino sagði í viðtali hjá Conen O´Brien í janúar að hann hefði verið í partýi á Íslandi á gamlárskvöld umkringdur fegurðardísum. Hann sagði að hvert sem hann hafi liti hefðu verið Súper módel. Og já að vissu leiti hafði hann rétt fyrri sér. Þar sem að í þetta tiltekna partý var aðeins ákveðnu útvöldu fólki boðið, þ.e.a.s. Módelum, fyrrverandi keppendum í ýmsum ungfrú hitt og þetta keppnum, Ford fyrirsætum og fólki í góðu líkamlegu formi eins og dönsurum. Ég mætti á svæðið sem fulltrúi dansara, og mér stórlega misbauð sú sjón sem blasti við mér. Þetta var samansafn af já... eins og Tarentínó segir, Fegurðardrottningum, það var ekki ein manneskja þarna inni sem var klædd í eitthvað sem talist gæti til almennilegs klæðnaðar. Ég get sagt ykkur það að ég labbaði einn hring um svæðið og út aftur. Þetta var ekki samkoma að mínu skapi.
En mér er spurn, er ekki með þessu verið að skapa ímynd af Íslandi? Er ekki verið að sviðssetja raunveruleikann?
Þarna kemur hann, ásamt fleiri frægum einstaklingum, inn á skemmtistað þar sem allt er morandi í fallegu kvenfólki. Og það sem meira er Hvernig á hann að vita það að það er líka til venjulegt kvenfólk á Íslandi, ef þetta er eina ímyndin sem hann fær að sjá?
Við ættum samt ekki beint að vera velta okkur upp úr því hvað honum finnst, heldur þeirri staðreynd að það er búið að troða því inn í hausinn á okkur að sú ímynd sem er af Íslandi erlendis er að hér sé fullt af fallegu kvenfólki sem er mjög sjálfstætt og lifir villtu kynlífi, eins og kemur fram í þætti Oprah Winfrey. Því vilja skipuleggjendur ýmissa samkoma ekki bregðast sínum gestum og reyna með því móti að skapa þá ímynd sem ætlast er til. Finnst engum neitt athugavert við það? Hvernig væri að leyfa bara okkar gestum að upplifa landið á sinn eigin hátt. Án allra skapaðra ímynda af landi og þjóð. Er ekki í þessu eins og mörgu öðru sannleikurinn alltaf sagna bestur?
Takk fyrir
Ég ætla að kynna fyrir ykkur muninn á Sköpuðum og áunnum ímyndum. Því oft á tíðum eru ímyndir af ferðamannastöðum skapaðar til þess að draga fleiri ferðamenn að. Þegar talað er um skapaða ímynd er verið að meina sú mynd sem ferðamannafyrirtæki, ferðamálaráð og önnur stór fyrirtæki eru að auglýsa út á við.
Áunnar ímyndir eru aftur á móti þær ímyndir sem við höfum í hausnum af ákveðnum stað, hlut eða landi án þess að hafa orðið fyrir einhverjum áróðri af utan að komandi aðila.
Að þessu gefnu tökum þá dæmi um landið Ísland. Ísland hefur orðið fyrir ákveðnum áróðri innlendra ferðaheildsala.
Markaðsfræðingar hugsa í því samhengi, hvað er það sem selur? Hverjir eru það sem eiga peninganna? og Hver er markhópur? Jú þeir hafa reiknað út hverjir það eru sem eiga mestu peninganna og þannig fundið út hvaða markhópur passi Íslandi best. Já það eru eins og þið vitið eflaust flest, karlmenn á aldrinum 30-60 ára, og hvernig eru þeir narraðir hingað?
Jú með myndum af íslenskum hávöxnum, ljóshærðum, fallegum stúlkum, en eins og kemur fram í þætti Oprah Winfrey í Janúar, þá lítum við víst allar þannig út!! Þessar stúlkur eru oft nefndar Beauty Queens í auglýsingunum, eins og ein þeirra hljómaði Pester a Beuty queen sem lauslega þýðist að þjarka eða erta fegurðardrottningu.
Talað var einnig um Íslenskt kvenfólk í þættinum hjá Oprah sem auðlind þjóðarinnar, eins og olían er fyrir Írak eða Saudí Arabíu.....
Hingað til hefur fiskurinn og heita vatnið verið talin auðlind Íslands, en það er greinilega löngu liðið undir lok að auglýsa það sem auðlind okkar og kvenfólkið búið að taka við á þeim vígvelli.
En er nokkuð svo slæmt að vera auðlind? Jú leifið mér að greina nánar frá því hvað auðlind þýðir. Orðið er eins og gefur að skilja dregið af orðinu auður eða sjóður. Auðlind er t.d. eitthvað sem enginn annar á og hægt er að selja á erlendum markaði til þess að fá erlent fjármagn inn til landsins og auka þar með hagsæld þjóðar. Yfirleitt er þetta útflutningsafurð, en í þessu samhengi er ætlast til að fluttir séu inn erlendir karlmenn til þess eins að stara á okkur Íslensku, hávöxnu, bláeygðu, ljóshærðu, flottu og fallegu kvenmennina. Ég veit ekki um ykkur, en ég hef ekki áhuga á að vera auðlind, hvað þá flokkuð sem útflutningsvara!! Enda er ég rétt um 1.60, Rauðhærð með græn augu, ætli ég yrði flokkuð sem B-vara í þessum útfluttningsprósess!!
Quinten Tarentino sagði í viðtali hjá Conen O´Brien í janúar að hann hefði verið í partýi á Íslandi á gamlárskvöld umkringdur fegurðardísum. Hann sagði að hvert sem hann hafi liti hefðu verið Súper módel. Og já að vissu leiti hafði hann rétt fyrri sér. Þar sem að í þetta tiltekna partý var aðeins ákveðnu útvöldu fólki boðið, þ.e.a.s. Módelum, fyrrverandi keppendum í ýmsum ungfrú hitt og þetta keppnum, Ford fyrirsætum og fólki í góðu líkamlegu formi eins og dönsurum. Ég mætti á svæðið sem fulltrúi dansara, og mér stórlega misbauð sú sjón sem blasti við mér. Þetta var samansafn af já... eins og Tarentínó segir, Fegurðardrottningum, það var ekki ein manneskja þarna inni sem var klædd í eitthvað sem talist gæti til almennilegs klæðnaðar. Ég get sagt ykkur það að ég labbaði einn hring um svæðið og út aftur. Þetta var ekki samkoma að mínu skapi.
En mér er spurn, er ekki með þessu verið að skapa ímynd af Íslandi? Er ekki verið að sviðssetja raunveruleikann?
Þarna kemur hann, ásamt fleiri frægum einstaklingum, inn á skemmtistað þar sem allt er morandi í fallegu kvenfólki. Og það sem meira er Hvernig á hann að vita það að það er líka til venjulegt kvenfólk á Íslandi, ef þetta er eina ímyndin sem hann fær að sjá?
Við ættum samt ekki beint að vera velta okkur upp úr því hvað honum finnst, heldur þeirri staðreynd að það er búið að troða því inn í hausinn á okkur að sú ímynd sem er af Íslandi erlendis er að hér sé fullt af fallegu kvenfólki sem er mjög sjálfstætt og lifir villtu kynlífi, eins og kemur fram í þætti Oprah Winfrey. Því vilja skipuleggjendur ýmissa samkoma ekki bregðast sínum gestum og reyna með því móti að skapa þá ímynd sem ætlast er til. Finnst engum neitt athugavert við það? Hvernig væri að leyfa bara okkar gestum að upplifa landið á sinn eigin hátt. Án allra skapaðra ímynda af landi og þjóð. Er ekki í þessu eins og mörgu öðru sannleikurinn alltaf sagna bestur?
Takk fyrir
Bið að heilsa og endilega kommenntiði á þetta hjá mér, er nebblega að skrifa um þetta í b.s. ritgerðinni minni og ný sjónarhorn eru vel þegin!!
bið að heilsa Dillibossi Knúdsen biður að heilsa Dillirössu!!
þetta blogg var í boði páskaeggsins sem ég fæ ekki um páskana!
13 Comments:
At 5:09 e.h., Nafnlaus said…
Ég á stundum erindi í miðbæinn um helgarkvöld og miðað við það sem maður sér þar, þá spyr ég: Er nokkuð verið að "skapa ímynd" af íslensku kvenfólki, er ekki bara verið að segja helsúran sannleikann?
At 9:47 e.h., Alda Berglind said…
Húmorinn okkar og sagna-aðferðir ganga mikið til út á það að ýkja alla skapaða hluti. Við erum orðin svo vön því að við sjáum ekkert athugavert við það lengur en útlendingar skilja þetta kannski ekki. Ég held að þetta sé að verða vandamál í túrismanum almennt. Ferðamönnum er lofað að þeir muni sjá steypireið fyrir utan Grindavík en eru svo kannski bara heppnir ef þeir rétt svo sjá í einhvern pínkulítinn hval 100 metra í burtu í grenjandi rigningu. Svo klöngrast þeir í klukkutíma yfir holótta vegi til að sjá Dettifoss sem er búið að ýkja stórlega og maður heyrir comment eins og "is this it?". Kvenfólkið er nú svo bara mis sjarmerandi eins og í flestum löndum en kannski hefur sig soldið meira til almennt en gengur og gerist. Ég held að til lang tíma litið að við myndum græða mun meira á því að selja fólki 3 stjörnu pakka á 3 stjörnu verði í staðinn fyrir að vera alltaf að reyna að rukka 5 stjörnu verð.
At 2:10 e.h., Dillibossi Knúdsen said…
Já Hugi minn helsúr sannleikurinn nær hugsanlega yfir einhvern part af íslensku kvenfólki, en að mínu mati ekki nærstum því allan, því eins og Alda segir þá er kvenfólkið allstaðar mjög svipað, nema það að við tökum okkur alltaf meira til en aðrir.. sem er heil rannsókn út af fyrir sig..!!
Það er nokkuð til í því að við íslendingar hættum að selja landið sem einhverja Lúxus vöru, heldur seljum landið eins og það er og látum það koma út eins og Lúxus vöru!! Ef þið vitið hvað ég er að meina!!
At 2:11 e.h., Dillibossi Knúdsen said…
by the way.. gaman að heyra frá ykkur tvem.. :o)
At 2:56 e.h., Nafnlaus said…
Það er heilagur sannleikur, alhæfingar virka ekki. Mínar vinkonur hneykslast jafnan mikið á kynsystrunum, en líta svo auðvitað alltaf út eins og kvikmyndastjörnur þegar þær ætla sér að hitta meira en eins manns hóp.
Og ég hef svo sem ekkert á móti því, bara fallega gert af betra kyninu að vera svona sætar fyrir okkur hin(a). Vandinn sem þú talar um liggur kannski frekar í þessum gallonum af áfengi sem er innbyrtur eftir að sætleiki er framkvæmdur.
Og BTW, góður fyrirlestur :o)
At 10:16 f.h., Nafnlaus said…
Bíddu fékkstu ekki páskaegg krúttið mitt? Eru ekki til sykurlaus páskaegg...ég trúi ekki öðru...hmmmmm
(Fyndið að af öllu sem að stóð þarna á síðunni skuli ég hafa tekið eftir þessu...þ.e. páskaeggjaleysinu)
At 2:00 e.h., Dillibossi Knúdsen said…
hehe já Hugi við betra kynið erum alveg frábær, við drekkum alveg jafn mikið og þið verra kynið.. sem kemur svo auðvita verr út fyrir okkur betra kynið!! Ef þú skilur hvað ég er að fara..!!
Já Heiða ætli þetta sýni ekki bara muninn á áhugasviði okkar.. þú hefur áhuga á mat!! hehe en nei ég tæknilega séð fékk ekki páskagg, því það eru til sykurlaus páskaegg og mjólkurlaus páskaegg, en ekki sykur- og mjólkurlaus páskaegg, og ef þau væru til þá held ég að það smakkist ekki vel.. svo ég nartaði bara í páskaeggin hjá öðrum!!
Maður verður einhvernveginn að bjarga sér!! :o)
At 2:07 e.h., Sævar Jökull Solheim said…
Skemmtilegur fyrirlestur hjá þér :)
Er mikið verið að markaðssetja íslenskt kvennfólk... spyr sá sem ekki veit... og með hvaða hætti þá helst?
Tarantino ræður auðvitað sjálfur hvað hann segir í spjallþáttum (mér finnst alveg eðlilegt að fallega og flotta fólkinu sé boðið í partý tileinkað heimsfrægum kvikmyndastjörnum) og var ekki allt rifið úr samhengi í Oprah þættinum? eins og þú segir þá var það sýnt sem fólk vill sjá...
Er þetta ekki líka svona í flestum öðrum löndum? held að maður sjái sjaldan einhverja landkynningu án þess að minnst sé á að í landinu sé kvennfólkið það fagrasta í heimi, eða sýndar myndir af fáklæddum fyrirsætum.
Persónulega spurði ég þá sem til þekktu hvort franskt kvennfólk væri fallegt áður en ég kom hingað, sama gerði ég fyrir Svartfjallalandferð... who wouldn´t, hvort sem um stráka eða stelpur er að ræða? Það er ekki þarmeð sagt að ég setji kvennfólk þessara landa í sama flokk og fryst ýsuflök, loðnumjölssekki eða olíutunnur.
At 1:27 e.h., Alda Berglind said…
Hæ. Nei, nei, þekki Huga ekki neitt. Rakst bara inn á síðuna hans í gegnum þína síðu. Finnst bloggin hans bara svo fyndin og svo er hann líka miklu duglegri að blogga en mínir lötu vinir (ehem... kemur kannski úr full harðri átt). Gaman að geta lesið eitthvað skemmtilegt á íslensku. Þessar 2 íslensku vinkonur mínar hérna eru fluttar heim þannig að nú hef ég engan til að tala við á móðurmálinu... x
At 10:19 e.h., Nafnlaus said…
Flottur pistill og takk fyrir kveðjuna :)
Ég held að þetta tal um að íslenskar skvísur séu svona sætar allar hafi alveg rétt á sér. Þótt það finnist miklu fleiri fallegar í Bandaríkjunum en hér, þá hlutfallslega eru mun fleiri sætar hér. Þær sætu í BNA týnast nefnilega bara á milli rassaskoranna á þeim feitu, svo að ég skil þetta alveg sko.
En þessi útlitsdýrkun má alveg fara að slappa af, var einmitt að lesa pistilinn hans Huga hérna (er einn af reglulegum lesendum á anna.is, hún er fyndnasta einhleypa kvensniftin á gjörvöllu landinu og sagði að Hugi væri fyndinn)... en já, þá er í alvörunni stólpípuæði í gangi, alla vega sagði DV það). Hugsið ykkur!
At 9:38 f.h., Nafnlaus said…
Já hélt áfram að hugsa um fallegar skvísur. Las um daginn að franskar konur hugsi almennt um sig sem fallegar, sama hvaða galla þær hafi, og vilji ekki fórna fallegu nærfötunum fyrir að éta yfir sig eins og þær amerísku gera. Og ég hugsaði með mér að þetta er akkúrat það sem ég hef oft hugsað. Að vilja vera upp á sitt besta bæði líkamlega og andlega er gott markmið. Carrie Bradshaw (nútíma fyrirmynd kvenleikans), Samantha (nútíma fyrirmynd kynverunnar), en líka sem Dalai Lama fullum af innri frið.
Þetta er alveg komið úr samhengi við ritgerðina þína samt :)
At 11:33 f.h., Dillibossi Knúdsen said…
já að vera í góðu líkamlegu jafnvægi, felst það í alvöru í því að líta út eins og Ágústa Johnson (var sko að vinna í árshátíð Hreyfingar í gær, mjög fyndið þar sem við vorum 2x úr World Class að vinna þarna og skemmtiatriðið var frá Idol Alexander.. sem b.t.w. er líka að vinna í World Class..) maður hefur nú heyrt að skapið hennar sé nú ekki alltaf til fyrirmyndar, hvað þá frekju og yfirgangs köstin sem þessar Ofurfyrirsætur eru að taka eins og Naomi Campell og Kate Moss, já og Jennifer Lopez, þær eru allar grannar.. en andlega jafnvægið virðist ekki alveg vera að gera sig.. ætli þeim vanti bara ekki einhver næringarefni...!! Þá vil ég nú frekar vera með nokkur auka kíló og vera í andlegujafnvægi!! eða hvað??
At 12:16 e.h., Nafnlaus said…
Já klárlega, vera frekar í andlegu jafnvægi. Eins og pabbi minn sagði, þá vill hann ekkert losna við bumbuna sína því að þá verði hann bara leiðinlegur :) Gullni meðalvegurinn alltaf hreint. Finnst sniðugast að borða þegar maður er svangur og borða mat sem er girnilegur og fara í ræktina til þess að þurfa ekki að vera að pæla í mataræðinu of mikið. Það er það leiðinlegasta í geimi, þú getur sjálfsagt vottað um það :(
Skrifa ummæli
<< Home