Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

mánudagur, apríl 24, 2006

Hvað er málið með venjulegt vs. lífrænt??

Ég átti í mjög skemmtilegu samtali við vin minn um daginn. Ég er rosa mikið fyrir að kaupa lífrænt ræktaðar vörur , á meðan hann einfaldlega skilur ekki þetta lífrænt ræktað hitt og þetta... bara nær ekki konseptinu. Hann sagði: "afhverju geturu ekki bara keypt venjulegt grænmeti og vengjulega ávexti, þeir eru miklu stærri og ódýrari".

Ég fór þá aðeins að hugsa út í þetta venjulega ávexti sem eru miklu stærri en þeir lífrænt ræktuðu!! hvað er svona venjulegt við það?? og af hverju erum við að kalla stera ræktaða ávexti og grænmeti, svo ég tali nú ekki um öll skordýraeitrin sem er sprautað á þetta, venjulegt??
Eiga það ekki að kallast óvenjulegir ávextir sem eru tröllvaxnir og skemmast ekki fyrr en eftir 4 vikur í kæli, hverslags rotvarnarefna sprautur þurfti þessi ávöxtur að fara í gegnum. Tala nú ekki um allar aðrar meðferðir sem hann þurfti að fá áður en hann getur lenti í innkaupakerrunni hjá mér.
Flest allir þessir "venjulegu" ávextir og grænmeti líta út eins og í teiknimynd, ekki einn einasti útlitsgalli. Allir steyptir í sama mótið.
Þið hafið eflaust öll keypt ykkur rautt epli út í búð. Prufiði næst áður en þið þvoið eplið að skrapa húðina á því með nöglinni og sjáið hvítuflögurnar sem renna af, þessar hvítu flögur eru vax. VAX af hverju er verið að vaxhúða eplið mitt?? Jú til þess að það líti girnilegra út, til þess að það virki aðlagandi sitjandi í ávaxtakörfunni bíðand eftir að verða étið. Ok þvoið þá eplið þegar þið komið heim, og prufið að skafa aftur með nöglinn. Haldiði að þetta vax sé eitthvað farið.. nei því það fer ekkert!! Þetta girnilega epli þarf því að skrælla til þess að losna við að borað allt þetta vax, en um leið og það er skrællað hverfur þessi rauði aðlaðandi partur af eplinu... erum við þá ekki kominn aftur á byrjunarreit!!

En ég spyr bara síðan hvenær urðu efnablandaðar vörur álitnar VENJULEGAR og hinar hreinu og tæru vörur eitthvað óvenjulegar og fást aðeins í sérverslunum??

Er óekta ekki farið að vera aðeins of ekta fyrir okkur??

kv. Dillibossi Knúdsen

þessi bossi er sko ekta út í gegn!!

16 Comments:

  • At 6:57 e.h., Blogger Doppa said…

    Já góður pistill hjá þér Díana og ég er svo sammála. Fyrir utan hvað líffrænt ræktaðir ávextir líta betur út, litlir og krúttlegir, þá bragðast þeir þúsund sinnum betur.

     
  • At 9:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Átt þú ekki að vera skrifa lokaritgerð??? skamm skamm hangir bara á netinu og skrifar um ávexti ;) Já ég hef í sannleika sagt aldrei reynt að finna muninn á lífrænu/ólífrænu þannig að ég hef svo sem ekki mikið að segja um þetta...

     
  • At 10:27 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Doppa já sko sammála, þeir eru þúsundsinnum meira djúsí en aðrir ávextir

    jú Heiða mín hafðu ekki áhyggjur þú færð ritgerðina mína í hendurnar í tæka tíð til að lesa hana ég lofa! En finnst ykkur ekkert að því að kalla efnabreyttahluti venjulega, bráðum fer fólk að segja "vá hún er með lífræn brjóst" af því að normioð verður að vera með sílíkon!! Pælið aðeins í því

     
  • At 5:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég fór einmitt strax að hugsa um gervi brjóst og að menn færu að telja það eðlilegt þegar ég las þennan pistil. Fólk er fatlað ef það er með gervilimi .. hvenar verður það venjulegt?? erum við þá ekki bara farin að klóna??
    Þetta er auðvitað alveg út í hött eins og þessar sköpuðu ímyndir sem þú ert búin að tala svo mikið um. Þessi heimur er að fara til anskotanns!!! En svona er Íslnad í dag ;)

     
  • At 10:49 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Já einmitt... er ekki óekra farið að verða aðeins of ekta fyrir okkur!!

     
  • At 8:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þessi pistill hjá þér var hrikalega góður hjá þér sæta ! :)

     
  • At 9:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Góð skrif. Ég er alveg á sömu línunni, líst ekkert á þessa þróun.

    Ef menn vilja annars virkilega pæla í ruslinu sem við borðum, þá mæli ég með bókunum "Fast food nation" og "Not on the label". Hafið ælufötu við höndina við lesturinn.

    Niður með gervilimi!

     
  • At 10:16 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Ég þakka kærlega fyrir ÖLL hólin fyrir pistilinn minn, ég er voða glaður.. en nei veistu Hugi mér þykir held ég bara það vænt um líkamann minn að ég gæti ekki gert honum það að hann fái að vita hversu ógeðslegan mat hann er að fá ofan í sig.. því eins og þeir segja.. "if you don´t know it, it´s not gona hurt you" held það eigi vel við núna... því ég meina ég á þá um tvennt að velja, annað hvort að hætta að borða vegna þess að ég veit hversu ógeðslegan mat ég er að láta ofan í mig, eða að borað og fá samviskubit yfir því að ég veit hversu ógeðslegan mat ég er að setja ofan í mig.. hvernig sem á það er litið enda ég sem geðsjúklingur á hæli.. og það væri ekki gott!!

     
  • At 3:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Margt rétt í þessu en að framleiða "lífrænt ræktað" grænmeti í gróðurhúsi=ljósalampa er algjört rugl. Það að borga 370kr fyrir lífrænt ræktað basilpaste er ekki rugl heldur geðveiki.

     
  • At 2:59 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    já en kommon.. kokkurinn sjálfur hlýtur nú samt að vita muninn á "lífrænt ræktuðu" á Íslandi og erlendis, ég meina hér er næstum allt grænmeti og ávextir ræktaðir í einhverslags gróðurhúsum, en þannig er því ekki farið erlendis. Málið er að það er tekin áhætta með lífrænt ræktaða ávexti og grænmeti og ekki sprautað á þá skordýraeitri, það er ekki sett stera búst í moldina og engum rotvarnarefnum er sprautað á áður en þeir eru sendir af stað. Svo mér finnst ekkert að því að borga aðeins meira fyrir betri vörur

     
  • At 7:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Haha, Díana - "What you don't know can't hurt you", það er góð og gild speki - ég aðhyllist hana sjálfur. (nema hvað varðar kynsjúkdóma, það eru til líffæri sem mér þykir vænna um en magann á mér)

    Var annars að heyra skemmtilega ógnvekjandi tölur í gær, rétt yfir 50% af korni ræktuðu í Bandaríkjunum eru erfðabreytt, og um 75% allra matvæla þar innihalda erfðabreyttar vörur af einhverju tagi.

    Sem er náttúrulega bara scary.

     
  • At 10:42 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Já nákvæmlega scary, crepy og allt það.. ég meina vá ekki skrítið að þetta fólk sé svona feitt.. ekki eru frakkar svona feitir.. enda er maturinn þar meira náttúrulegur og minna borðað af "tilbúnum" vörum þar heldur en í Bandaríkjunum...

     
  • At 12:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mig vantar svo að fá netfang hjá Bossanum?
    XXXX

     
  • At 12:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mig vantar svo að fá netfang hjá bossanum?
    Ónefndur

     
  • At 12:33 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    humm... þeir sem þekkja bossann vita netfangið hjá honum....!!! svo svarið er NEI... !!

     
  • At 4:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er rétt, enda ef ég þekkti Bossann þá væri ég nú varla að spyrja.

     

Skrifa ummæli

<< Home