Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

fimmtudagur, maí 25, 2006

Hvað er málið með brúðkaup!!!

Humm ekki misskilja ég er ekki að fara gifta mig eða neitt svoleiðis.. heldur lentum við vinirnir í hörku samræðum um daginn um brúðkaup!! Fyrir mér er þetta ein stór, dýr sýning mér finnst þetta hálfpartinn vera hræsni!! ég er ekki að grínast... Ég meina þarf allt þetta dýra dót?? Elskaru manneskjuna eitthvað meira fyrir vikið?? Verður brúðkaupsdagurinn eitthvað eftirminnanlegri ef fleiri mæta?? Ég get ekki svarað þessu þar sem ég hef ekki gift mig... en ég get ímyndað mér að það sé mun persónulegra og einlægra að játast þeim sem þú vilt eyða allri ævi þinni með í litlum þröngum fjölskyldu hóp, ekki nema þú viljir gera eins og Monica í Freands sem vill eiga SINN dag.. humm ég meina þeirra dag:o)

Ég veit alveg hvað þið eruð að hugsa núna... brúðkaup þurfa ekki að vera dýr og maður vill bjóða öllum sem manni þykir vænt um að deila þessum degi með sér.. en er ekki málið að sumt fólk, þá aðalega ættingja, hittir maður aðeins í brúðkaupum, skínum, fermingum og jarðaförum?? þetta eru allt kirkjulegarathafnir sem fara fram í guðsnafi fyrir hópi af fólki sem trúir ekki á hann allt þetta er = HRÆSNI!!

Hvað er svo málið með hvíta kjóllinn? Jú vissulega spilar hefðin þar sterkt inn í, en hefur einhver pælt í því hvað hann tákar? Hvíti kjóllin er nefnilega tákn hreinleika óspilltu hreinu meyjarinnar... jeh right.. það er enginn sem hefur gift sig síðustu 50 árin á Íslandi verið hrein mey.. svo af hverju að halda í hefðina?? Af hverju ekki að gifta sig í rauðum eða grænum kjól?? Þeir litir fara líka flestum miklu betur en hvít ef út í það er farið!!

Svo er það annað sem ég bara skil ekki í sambandi við þessar hefðir, hafiði pælt í því af hverju faðir brúðarinnar gengur með brúðinni niður altarið?? Jú það er til þess að gefa hana eins og oft kemur fram í bíómyndum þar sem stelpan á ekki pabba "somebody has to give me away", sem þýðir að hann er að gefa hana manninum sínum.. hvað er málið með það?? Ok gömul hefð og allt það bla bla dæmi, en hefur fólki ekkert dottið í hug að breyta þessu, ég meina ég bara trúi því ekki að að þið stelpur viljið vera gefnar mönnunum ykkar á brúðkaupsdaginn ykkar það er þá meiri gjöfinn sem faðirinn gefur nýja tengdasyninum!! ég meina erum við ekki sjálfstæðari en það að halda enn í hefðir sem fela það í sér að vera gefinn? Ég vil ekki vera gefinn af föður mínum við einhverja hátíðklegaathöfn og verða eign eiginmannsíns míns, og ég veit hvað þið eruð að hugsa núna "já en þetta er ekkert þannig, þú verður ekki eign hans" NEI auðvita veit ég það alveg, en af hvejru er fólk þá að halda í svona hefðir sem fólu það í sér að konan var gefin manninum sínum af föður sínum??

Bið að heilsa ykkur tutrildúfum þarna úti og ég vona að þið endurhugsið brúðkaupin ykkar, ekki bara að gera hluti AF ÞVÍ ÞAÐ ER HEFÐ heldur að pæla í meiningunni á bak við það

Endilega kommentið á þetta og líka þið sem voruð að rökræða þetta með mér því ég væri til í að fá að heyra ykkar comment hnitmiðuð og skýr en ekki í kór við alla hina hehe :o) ( Ingvar og Heiða hlakka sérstaklega að fá skammarpistilinn frá ykkur, en ég veit að Doppan mun taka minn málstað)

Með bestu kveðjum

Læribossi Knúdsen
(skila ritgerðinni á mánudag og þá er háskólinn búinn)

p.s. þetta blogg er í boði Hótel hamra..þrusu flott hótel sem ég var á í nótt mæli með því fyrir brúðkaupsferðina... heheh muahhhhhaaaaaa múuuuahhhhh...

p.p.s. Heiða ég ætla mér samt ennþá að sjá um brúðkaupið þitt.. og það verður alveg eins tradidional og þú vilt...

23 Comments:

  • At 11:32 e.h., Blogger katrín said…

    veistu ég gaeti ekki verid meira sammála thér.

    ég aetla mér til daemis ekki ad gifta mig í kirkju, nema ad ég gerist ótrúlega trúraekin í nánri framtíd. og ég sé ekki fram á ad thad sé ad fara ad gerast.
    í brúdkaupinu mínu langar mér ad lída vel og med thví fólki sem mér thykir hve vaenst um. og ekki med einhverjum ókunnugum sem ég hef séd tvisvar sinnum á aevinni.

     
  • At 11:41 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Já nákvæmlega ég sem hélt að ég væri sú eina með þessa skoðun þar sem þau stóðu svo mörg á móti mér þegar við vorum að ræða þetta ;o)

     
  • At 4:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já ég veit ekki alveg hvort ég eigi að fara taka ræðuna aftur hér skrifaða...Málið er bara að ég er ósammála þér...eins og ég sagði þó að hefðirnar séu eins og þær eru þá eru ekki allir með meininguna á bak við það...og ef fólk veit ekki meininguna á bak við þær skiptir þá einhverju máli þó að fólk haldi í hefðirnar?
    Ég veit alveg að ÞIÐ feministarnir viljið losa okkur við allt þetta karllæga í samfélaginu okkar, en ég get ekki séð að það skipti máli þegar fólk er hvort sem er ekkert að pæla í meiningunni...jæja nenni ekki að hafa þetta lengra því að það er komin helgi og ég er farin Norðfjörð...gaman að fá blogg frá þér aftur :)

     
  • At 6:38 e.h., Blogger Alda Berglind said…

    Mjög sammála. Svo eru líka flestar þessar "hefðir" hérna (ehm, þarna - er enn í Belgíu) í dag, allar teknar frá henni Ameríku, t.d. þetta með brúðkaupsvöndinn og bláa sokkabandið. Finnst líka alltaf hálf undarlegt að sjá tveggja barna konur að gifta sig í skjanna-hvítu. Og þetta með að gifta sig í kirkju, Það er fólk þarna úti sem gengur svo langt núna að það biður prestinn vinsamlegast að minnast ekki á guð í ræðunni og reyna að hafa hana sem fyndnasta! Síðan hvenær urðu prestar að einhverjum skemmtikröftum ??? (hef þetta frá pirruðum presti).

     
  • At 8:57 e.h., Blogger Sævar Jökull Solheim said…

    hehehe alltaf gaman ad lesa skrifin thin!! :)

    ps.
    haettum ad borda skotu a thorlaksmessu og sleppum thorrablotum, thetta eru ju bara hefdir thar sem onytur matur er etinn :)

     
  • At 9:46 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Nei Sævar það eru dæmi um hefðir sem á að halda í VEGNA ÞESS að þau byggjast ekki á því að þú sért hræsnari.. t.d. hef ég aldrei smakkað skötu, en ég er ekki að halda í neina trú með það, ástæðan fyrri því ða "verrsti" maturinn var borðaður á þorrláksmessu er sá að fólk var að spara "besta" matinn til jóla, guð kemur þar hvergi til sögu og það saman má segja um þorrablótin, svo ég er enginn hræsnari þó svo ég borði ekki hákarl en blóti samt Þorran!!

     
  • At 9:46 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Humm en samt takk fyrir hrósið.. roðnaði alveg niður í bossa.... ;o)

     
  • At 6:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þegar manneskja er ástfanginn, þá er það tilfelli að sturlun. Þegar maður er sturlaður þá gerðir fólk ýmislegt sem það myndi ekki undir venjulegum kringumstæðum gera. Ekkert flóknara og ekkert einfaldara.

     
  • At 5:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    múhahahhahaha djöfulsins snilld. hvernig væri að slá þessu bara upp í kæruleysi (lesist: skynsemi) og gifta sig í bílalúgu í Vegas og halda svo partý í flottu spilavíti á eftir!!!!
    Það væri pottþétt skemmtilegra og eftirminnlegra en eitthvað kirkjubrúðkaup þar sem helmingur gestanna er trúlaus! ;)


    amen
    Bjarni

     
  • At 4:23 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    hahaha Bjarni minn hún Fannýin þín yrði nú ekki ánægð með það því hún var ein af þeim sem talaði svo vel með brúðkaupum svo ég myndi passa mig ef ég væri þú!! Einnig talaði Ingvar bróðir þinn mjög með brúðkaupum.. þannig að ég verð eiginlega að hrósa þér fyrir sjálfstæða hugsun.

     
  • At 12:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er ein spurning sem brennur á mér eftir allt saman: "Ertu, Díana, með sílíkon í... bossanum?" :)

     
  • At 1:04 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    hummm.. þessa spurningu hef ég ekki fengið áður... oft verið spurð að því hvort ég sé með sílíkon í brjóstunum en aldrei bossanum... en svarið er í báðum tilvikum NEI!! En takk samt fyrri áhugaverða spurningu :o)

     
  • At 4:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ALveg er ég sammála þér Díana. En ég held að stór hluti af öllum þessum stóra hópi sem boðinn er í brúðkaupin séu ættingjar og vinir foreldra brúðhjónanna oft á tíðum, og bara boðin svo enginn fari í fýlu ! Ég heyri enn þann dag í dag um fólk sem er fúlt yfir að hafa ekki verið boðið í eitthvað brúðkaup vegna þess að þau þekktust og einhver annar var boðinn... þetta er bara með ólíkindum..´.
    Þegar ég mun gifta mig þá verð ég orðin svo hörð að mér mun vera sama um hvað öðrum finnst.. (þú veist að það er verið að vinna í því) og þá langar mig bara að bjóða þeim sem ég vil bjóða, þeim sem ég hef samband við og þekki vel, og þeir sem verða fúlir mega þá eyða orku sinni í það bara.. og koma í heimsókn á virkum dögum eða taka upp símtólið oftar en einu sinni á ári.. híhíhíhíhíhíhí

    Annars tapar maður svo mikið á því að gifta sig í þessu þjóðfélagi sem maður lifir í, í dag, kerfið er einhvernveginn ekki hlynnt giftingum þannig að ætli maður gifti sig nokkuð ? En á í staðinn besta maka í heimi og fallegasta samband í heimi ? :) Og maður veit það best sjálfur.... :)
    Jæja ástin mín, takk fyrir gott blogg, og til hamingju með að vera búin...

     
  • At 10:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Er þetta ekki bara spurning um að breyta þessu?? Lolla frænka neitaði að hafa ,,hlýða" inní hjúskaparheitinu sínu og það gekk eftir. Þarf ekki bara mmm t.d. frk. Díönu til að taka af skarið og segja hei, breytum... Í boði Temptr sem myndi gifta sig í kremuðum kjól...

     
  • At 12:12 f.h., Blogger Doppa said…

    Frábært blogg hjá þér Díana, gott að fá þetta svona skemmtilega súmmað upp.

    Mér sýnist flestir vera sammála þér hérna á blogginu, flestum finnst þetta vera hégómi og hræsni að halda í þessar gömlu úreltu hefðir.

    Allt í lagi að gifta sig ef ástin er svo mikil en að þurfa að gera ástina að freak-show, það hef ég aldrei skilið.

    Og einmitt góður punktur hjá þér, hvort einstaklingar sem ekki hafa hvítan kjól og slör og 100 manna veislu elski hvort annað eitthvað minna.

    En fólk verður víst að fá að ráða sínu, en það er greinilegt að við erum fleiri sem áttum okkur á gildi giftingar og segjum nei við brúðKAUPUM, látum ekki kaupa okkur, látum ekki pabba okkar gefa okkur eða látum aðra trúa því að við séum hreinar meyjar!!

    Keep up the good blog, fólk er jafnvel farið að kvitta á síðuna mína sem hefur lesið bloggið þitt... bara gaman að því.

    Og til hamingju með ritgerðina!!

     
  • At 12:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Snilldarpistill :)
    Þegar ég gifti mig ætla ég að hafa bara lalla í lopapeysum, drullumall, brennivín og pulsur. Vera sjálf í fallegasta kjól í heimi svo allir sjái muninn á mér og öllum hinum ljótu lopapeysulöllunum og borða rjómatertu með kampavíni, og hafa nýbakaðan eiginmanninn í geymslunni. Það væri svei mér "minn dagur".

    En nei, þá finnst mér brúðkaup snúast um bara að fagna ástinni, og er í sjálfu sér óþarfi, nema hvað að fólk getur sagt: "Oooh, sjáðu hvað þau eru ástfangin!" En það er alveg gaman svo sem, svo lengi sem það eru hjartans vinir sem eru innilega að gleðjast með ykkur.

    Ég ætla því að gifta mig :) Og þér er boðið :)

     
  • At 12:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Og takk enn og aftur fyrir knúsið í kvöld - a much needed one :) Nú er ég spræk sem lækur (helvítis -ur að eyðileggja rímið), og ég tileinka þér heila 0,5 af tíunni sem ég mun ná mér í á föstudaginn.

     
  • At 11:41 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Jú Temtr.. kannski þyrfti bara að fá eitt stykki Díönu til þess að breyta svona hefðum... héðan af verður mitt verkefni að gifta mig over and over again, til þess að breyta hefðinni.. ég meina hún breytist ekkert með einni giftingu svo maður þarft að leggja allt sitt í þetta.. svo já héðan af tileinka ég lífi mínu því að gifta mig í þágu almennings...einhverjir sjálfboðaliðar??

     
  • At 12:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Flott blogg og gaman að lesa öll þessi komment... Ég er nú samt á því að halda í þessar hefðir, en ég er kannski bara svona gamaldags... og talandi um hefðir... þá eru þorrablótin upprunnin úr heiðinni trú og þeir sem mæta til að blóta þorra eru örugglega í 99% tilvika ekki í ásatrúarfélaginu þannig að mér finnst alveg spurning hvort er meiri hræsni... að halda í brúðkaupshefðirnar eða mæta til að blóta þorra!!!

    PS. Haltu endilega áfram á þessari braut, það er gaman af þér ;o)

    PSS. Til hamingju með ritgerðina!!!

     
  • At 7:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Varðandi kirkjulega hlutann af brúðkaupum, þá finnst mér hann nú bara sætur, þrátt fyrir að vera staðfestur og skrásettur trúleysingi - mér finnst hefðin bara skemmtileg. Og móðirin má alveg leiða brúðina niður kirkjugólfið, brúðurin má þessvegna koma ríðandi nakin á kengúru fyrir mér, svo lengi sem hún endar hjá mér.

    Raunar er mér nokkuð sama hvernig þetta er gert, hvort um er að ræða kristið, íslamskt eða Zoroastrianiskt brúðkaup, bara gaman að hnýta hnútinn með formlegum hætti.

    Ég veit a.m.k. að þegar (og ef) ég gifti mig þá verður haldið partý. Gríðarlegt partý.

     
  • At 11:24 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    En Hugi, hvernig líst þér á þá hugmynd að móðirin leiði brúðguman upp að altarinu og brúðurinn bíði þar?? Bara smá hugdetta!!

     
  • At 1:12 f.h., Blogger Alda Berglind said…

    Huh. Held að það væri nú nær lagi. Gefa drenginn frá einni móður til annarrar... er það ekki svoleiðis í rauninni... x

     
  • At 10:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sem ég segi, mér er nokkuð sama hvernig athöfnin fer fram. Það mætti þessvegna pakka mér inn, setja slaufu á mig, bera mig upp að altarinu og leggja mig að fótum brúðarinnar.

     

Skrifa ummæli

<< Home