Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

mánudagur, ágúst 13, 2007

Ekki gleyma mér

Sælt veri fólkið

Jæja ákvað að skipta um bogg.. veit ekki alveg af hverju... en alllaveg... Dillibossinn kveður og dianadv mun taka á móti ykkur á moggablogginu

dianadv.blog.is

sjáumstumst

kv. í síðasta sinn.... hvað er málið með dillibossa knúdsen!!!????

fimmtudagur, mars 22, 2007

ég elska..

.. ég elska að finna nammi inn í skáp sem ég var búin að steingleyma að væri þar.

Ég sit ein heima að horfa á sjónvarpið, ógeðslegt veður úti og ég enn að jafna mig á því að vera lasinn. þá kíki ég er sjötta skipti inn í skáp til að reyna finna eitthvað til að mausa í.. og viti menn ég fann nammi.. það var eins og himinn og haf hafi opnast og ég séð ljósið því ég var svo ánægð..

kannisti við þessa tilfinningu?

kv. Nammibossi Knúdsen

miðvikudagur, mars 21, 2007

Að vera lasinn

Mikið rosalega er erfitt að vera ung kona á framabraut og þurfa að gefa sér tíma til þess að vera heima lasinn!!

Ég er búin að vera lasinn síðan ég var að í starfskynning á Stöð 2/ Vísi síðasta föstudag, ég komst ekki í vinnuna þangað aftur á laugardag, né auka vinnuna mína um kvöldið. Ég þurfti að sleppa að mæta í hina aukavinnuna mína á mánudaginn og gat ekki mætt í starfskynningu á útvarpið á mánudag og þriðjudag. Ég þurfti að sleppa kennslu á mánudag og þriðjudag, ég hef ekki getað unnið í viðtölnum sem ég á eftir að vinna úr fyrir Stúdentablaðið. Ekkert getað klárað verkefnið sem ég var byrjuð að vinna að á Stöð 2/Vísi og ekkert getað mætt í skólann eða gert verkefnin þar.

Ég hef líka þurft að hætta við stelpukvöld með vinkonunumm, frestað fundum vegna DWC- sýningarinnar, hætt við að hjálpa frænku minni með veislu sem hún hélt í gær og þurft að fresta hittingi vegna tónlistarinnar á DWC-sýningunni. Einnig sé ég fram á það að geta ekki mætt í Starfskynningu á RÚV á morgunn, né í aukavinnu tvö annaðkvöld.

Ég hef aldrei verið lasinn eins lengi og ég er núna. Allt þetta gerir það að verkum að ég fattaði hvað ein manneskja gerir mikið í einni viku án þess að gera sér í raun grein fyrir á hve mörgum vígstöðvum hún er að vinna. Ég hef eytt svo miklum tíma í að hringja í fólk og afsaka það að ég geti ekki mætt, það liggur við það hefði sparað mér tíma á að mæta og gera bara hlutina í stað þess að eiga í öllum þessum "Hæ ég er lasinn" samtölum.


Allavega sendið mér heilla og batnandi óskir..

kv. Kvefbossi Knúdsen

þriðjudagur, mars 13, 2007

Útrás!

Hún Berta mín kom með nokkuð góðan punkt um útrás og kynlíf í commenti við síðasta blogg hjá mér svo ég ákvað að blogga svarið til hennar í staðinn fyrir að skrifa það í comment

Málið er að allavega ég þarf á mismunandi útrás að halda

Ég fær útrás fyrir að syngja í bílnum mínum
Ég fær útrás fyrir að dansa með því að kenna
Ég fæ útrás fyrir hreyfingu á hlaupabrettinu
Ég fæ útrás fyrir að skrifa á blogginu mínu
Ég fæ útrás fyrir að tjatta með stelpunum
Ég fæ útrás fyrir að leika mér með Karólínu
Ég fæ útrás fyrir sjónvarpsgláp með því að horfa á Gray´s Anatomy
Ég fæ útrás fyrir kynlíf hjá elskunni minni

og síðast og ekki síst....

Ég fæ útrás fyrir að rífast við Einar

Þar hefur það Berta mín og þið hin

kv. Dillibossi Knúdsen

kv. Dillibossi Knúdsen

sunnudagur, mars 04, 2007

Að rífast

Það er oft talið holt að rífast!!

Mér var tjáð það um daginn að ég kynni ekki að rífast, samt sem áður rífst ég nær daglega við kallinn minn, mér finnst þetta nokkuð góð útrás, jafnvel þó ég sé ekki mjög hrifinn af þessum tjáningamáta í samskiptum fólks.

Í gaman þáttunum Everybody loves Ramond, kom fram í einum þættinum að þau hjónakornin komi alltaf svo vel fram við aðra, en rífist og nöldri svo hvert í öðru. Eftir að hafa reynt að vera blíð og góð við hvert annað lenda þau í því að fara rífast við aðra. Í enda þáttarins komast þau að því að maki þinn sé sú manneskja sem maður eigi að taka almenna útrás á til þess að halda andlitinu og geðinu í augum annarra.

En er þá með þessu verið að meina að við eigum að velja okkur maka eftir því hvort riflildi okkar séu jöfn á báðabóga og láti manni líða betur eftir á.

Er makinn okkar sá sem okkur þykir gott og gaman að rífast við?


kv. Dillibossi Knúdsen, sem elskar að rífast við kallinn sinn, en engan annan!!! :o)

mánudagur, febrúar 26, 2007

Hjónasvipur!!

Því hefur nokkrum sinnum verið fleikt fram síðasta mánuðinn að það sé hjónasvipur með mér og mínum elskulegasta. Samt sem áður erum við búin að vera saman í tæplega 2 ár, en engum hefur dottið í hug að segja þetta við okkur fyrr en í síðasta mánuði!!

Ég veit að ég hef ekki skipt um svið, eða útlit, fyrir utan að hafa klippt mig stutt og hann hefur ekkert skipt um svip síðan við kynntumst. Samt sem áður erum við að fá þessar athugasemdir frá fólki sem við umgöngumst nokkuð oft.

En hvernig er það þá... ef við hættum saman og ég á svo eftir að giftast einhverjum öðrum, mun ég þá ekki vera með hjónasvip með manninum mínu?

Færist svipurinn kannski á milli fólks á nóttunni eftir að það hefur deilt rúmi í ákveðinn langan tíma?

Eða er það kannski bara nefnt hjónasvipur þegar það sést á fólki að því líður vel saman?


Hvað segiði hefur það verið sagt við ykkur að þið séuð með hjónasvip með ykkar maka?

kv. Svipbossi Knúdsen

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Persónugert blogg

Það er auðvita persónubundið hvað fólk ákveður að blogga um... sumir blogga aðeins um síðustu helgi, djammið og sukkið. Aðrir velja að blogga um að sem er að gerast á líðandi stundu, svona það er er að gerast í fréttunum hverju sinni. Enn aðrir velja að blogga aðeins um stjórnmál og ákvarðanir ráðamanna hverju sinni.

Svo eru það þeir sem ákveða að blogga um allt sem þá hendir á einum degi. Hvað þeir borðuðu, með hverjum og af hverju. Segja frá hverjum göngutúr, hverjum bíltúr og hverri hreyfingu sem viðkomandi stundar.

Það sem kemur mér svo á óvart með þesskonar blogg er; hvort eitthvað sé eftir til þess að segja vinunum frá? Eða ræða þessir eintaklingar þá einfaldlega stjórnmál sína á milli? Eða eru þeir að segja frá öllum sínum hreyfingum til þess að þurfa ekki að vera í sambandi við vini sína.. eiga þeir einhverja alvöru vini?

vangavelta dagsins

kv. Dillibossi Knúdsen