Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

sunnudagur, mars 04, 2007

Að rífast

Það er oft talið holt að rífast!!

Mér var tjáð það um daginn að ég kynni ekki að rífast, samt sem áður rífst ég nær daglega við kallinn minn, mér finnst þetta nokkuð góð útrás, jafnvel þó ég sé ekki mjög hrifinn af þessum tjáningamáta í samskiptum fólks.

Í gaman þáttunum Everybody loves Ramond, kom fram í einum þættinum að þau hjónakornin komi alltaf svo vel fram við aðra, en rífist og nöldri svo hvert í öðru. Eftir að hafa reynt að vera blíð og góð við hvert annað lenda þau í því að fara rífast við aðra. Í enda þáttarins komast þau að því að maki þinn sé sú manneskja sem maður eigi að taka almenna útrás á til þess að halda andlitinu og geðinu í augum annarra.

En er þá með þessu verið að meina að við eigum að velja okkur maka eftir því hvort riflildi okkar séu jöfn á báðabóga og láti manni líða betur eftir á.

Er makinn okkar sá sem okkur þykir gott og gaman að rífast við?


kv. Dillibossi Knúdsen, sem elskar að rífast við kallinn sinn, en engan annan!!! :o)

5 Comments:

  • At 9:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Úff ég meika ekki Everybody Loves Raymond. Alveg vondir þættir.

    En það er list að rífast, og oft nauðsynlegt til þess að koma málum út úr sér. Stundum eru pör sem aldrei rífast að safna upp ósögðum órifrildum þar til allt er í volli. En þetta segir maður kannski bara til að réttlæta rifrildin ;)

     
  • At 9:28 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    nákvæmlega það sem var að hugsa.. segir maður það kannski bara til að réttlæta riflildið.. eða af því þetta er í alvöru að gera okkur gott?

     
  • At 12:50 f.h., Blogger Erna said…

    ég segi líka að það sé gott að rífast, eða að minnsta kosti rökræða hlutina til að sjá hlutina í réttu ljósi...en það eru auðvitað takmörk, eins og þegar ég var að reyna að sætta mömmu og Atla minn þegar þau voru farin að deila allharkalega um kosti og galla dale carnegie (hvernig sem það er nú skrifað)

    Þess vegna er ég sammála um að útrás fyrir deilumálum eigi að haldast innan sambands nema mikið sé í húfi ;)

     
  • At 9:34 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    hahaa það er svolítið hart þegar kallinn er farinn að rífast við mömmu þína... hehe

     
  • At 12:28 e.h., Blogger Unknown said…

    Nú fatta ég. Þarna liggur ástæðan fyrir því að ég er ennþá á lausu. Það er svo annskoti leiðinlegt að rífast við mig! Í 1.lagi. þá veit ég allt, get allt og skil allt miklu betur en allir aðrir þannig að það þýðir stundum/oftst ekki fyrir kk að reyna að rífast við mig... Sérstaklega ekki ef þeir hafa sofið hjá mér. Vonlaust mál.
    Mér líður best þegar ég er ekki að rífast, ég get orðið svo anskoti sár þegar einhver er að rífast í mér, bara til að fá útrás. Ég hélt að fólk í sambandi fengi útrás með því að sofa saman? -eða eru það bara við single liðið sem gerir það? ...smá pæling:)

     

Skrifa ummæli

<< Home