Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Persónugert blogg

Það er auðvita persónubundið hvað fólk ákveður að blogga um... sumir blogga aðeins um síðustu helgi, djammið og sukkið. Aðrir velja að blogga um að sem er að gerast á líðandi stundu, svona það er er að gerast í fréttunum hverju sinni. Enn aðrir velja að blogga aðeins um stjórnmál og ákvarðanir ráðamanna hverju sinni.

Svo eru það þeir sem ákveða að blogga um allt sem þá hendir á einum degi. Hvað þeir borðuðu, með hverjum og af hverju. Segja frá hverjum göngutúr, hverjum bíltúr og hverri hreyfingu sem viðkomandi stundar.

Það sem kemur mér svo á óvart með þesskonar blogg er; hvort eitthvað sé eftir til þess að segja vinunum frá? Eða ræða þessir eintaklingar þá einfaldlega stjórnmál sína á milli? Eða eru þeir að segja frá öllum sínum hreyfingum til þess að þurfa ekki að vera í sambandi við vini sína.. eiga þeir einhverja alvöru vini?

vangavelta dagsins

kv. Dillibossi Knúdsen

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home