Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

mánudagur, nóvember 20, 2006

Hvað er málið með spéhræðslu?

Þegar ég var lítil þá hélt ég alltaf a spéhræðsla væri hræðsla við að vera ber, að strákarnir myndu kíkja á mann í sturtu og sjá mann þar alsberann. Ég man þegar mér var sagt það, hugsanlega þegar ég var um 10 ára að spéhræðsla gæti átt við fleiri hlluti en að vera feiminn við að vera alsber. Ég man hvað mér fannst það skrítið, ég var ekki feiminn við neitt annað.

Í dag er ég búin að komast að hinum ýmsu spéhræðslum hjá sjáfri mér og t.d. núna upp á síðkasstið hef ég læknast af þeirri spéhræðslu minni að leyfa fólki að heyra eitthvað sem ég hef skrifað og það MY FRIENDS er mjög svo erfið raun að sigrast á. Því það sem þú skrifar er eitthvað sem kemur frá hjartanu, eitthvað sem þú hefur upplifað og ert tilbúin að deila með fólki í kringum þig.

Held samt að mesta raunin í því sé sú að þú ert tilbúin í að fólk gagnrýni þín skrif, þínar hugsanir, þínar tilfinningar.

Jæja gott fólk ég hvet ykkur til að koma út úr skápnum með ykkar spéhræðslu og deila með öðrum

kv.
Skriftabossi Knúdsen

p.s. þetta blog er í boði þeirra sem taka af skarið og þora

7 Comments:

  • At 6:57 e.h., Blogger Alda Berglind said…

    Hmmm... Þetta var líka ein af mínum uppáhals sperhræðslum; sýna öðrum verkin mín. Hefur að mestu leyti læknast eftir að ég byrjaði í skólanum þar sem ég hef þurft að sýna verkin mín nokkrum sinnum á ári, fyrir 12 kennurum og 60 samnemendum og standa alein upp á sviði og verja verkið mitt - á flæmsku... Trikkið er að geta sett mörk á milli þín og verksins þíns... þó svo að eitt tiltekið verk sé ekkert sérstakt þá þýðir það ekki að þú sjálf sért ekki alveg frábær og að annað verk sem þú gerir seinna geti ekki orðið gott... . ok. átti ekki að vera alveg svona langt. Gaman að sjá þig aftur hérna í vefheimum. x alda.

     
  • At 10:31 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Já góður punktur, en hvað ef maður gerir verkið að sínu? verður það ekki svolítið erfitt þegar það er gagnrýnt?
    Annars held ég að þetta sé mjög góður punktur, ekki það að ég hafi sýnt mikið af mínum "verkum" (kann ekki að kalla þetta mín verk, eins og Kennarinn minn sagði í gær þá væri ég að skrifa svona Bókmenntir) ég bara kunni ekki að meðhöndla orðið bókmenntir og sagði bara nei nei ég skrifa ekki bókmenntir!! algjörlega í afneitun.

     
  • At 5:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég hef markvisst verið að vinna með spéhræðslu eins fjölskyldumeðlims og það gengur fínt. En viðkmandi þorir þó ekki enn í grettukeppni á veitingahúsi. Mér finnst þetta spennandi punktur hjá Öldu, mörkin á milli þín og verkefna þinna.

     
  • At 9:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þegar ég var að skrifa ykkur í vetur ákvað ég einn daginn að senda smá ljóð með sem passaði svo vel inn í textann og það tilfinningaflóð sem var í gangi á því momenti hjá mér. En hvað gerðist? Ég gerði copy paste 7 sinnum áður en ég þorði loks að ýta á send. Og við erum ekki að tala um leikrit, handrit að kvikmynd eða smásögu, heldur 8 línur af ljóði. En þó svo að maður sé ekki verkið-endurspeglar verkið mann sjálfan. Þess vegna er oft svo erfitt að skrifa um tilfinningar (eða leyfa öðrum að lesa) því þegar það er komið á blað, er ekki hægt að stroka það út og maður verður að játa fyrir sjálfum sér að svona leið manni víst. Komin út fyrir efnið kannski en húrra fyrir okkur öllum sem erum farin að leyfa fólki að lesa eitthvað eftir okkur, hversu smátt sem það er. Kveðjur ásta

     
  • At 9:27 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Já ég er líka búin að sigrast á því að þora að vera ljót, svona eins og með grettukeppni og leyfa fólki að taka ljótar myndir af mér.. svona asnalegar grettu myndir, en ég veit um fólk sem á bara einn svip til á myndum og það má ekki vera öðruvísi.

     
  • At 12:11 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Það gleður mig að mér hafi tekist að koma nokkrum út úr skápnum varðandi spéhræðslu sína á eigin verkum.
    Nú hvet ég alla til þess að flagga því sem það hefur hingað til ekki þorðað. Skrifa stuttar sögur eða ljóð, teikna eða mála myndir og taka fallegar ljósmyndir og birta einhverstaðar og fá gagnrýni frá fólki sem vit hefur á.

     
  • At 5:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég tek áskorununni og starta bloggið mitt í gang aftur!
    Góður punktur hjá þér og ég skil nákvæmlega hvað þú meinar með þessu bloggi!

     

Skrifa ummæli

<< Home