Hvað er málið með fordóma??
ég hef svolítið verið að spá í fordómum á hinu og þessu upp á síðkasstið, því sagt er að við höfum öll fordóma gagnvart einhverju. Ég hef hingað til ekki talið mig vera í þeim hópi, allavega ekki hvað varðar þá algengustu þætti sem vísað er til þegar talað er um fordóma, t.d. bjó ég hjá gyðingum úti í Bandaríkjunum og átti svartan kærasta. Ég á mjög góða vini sem eru hommar og Lesbíur, ein besta vinkona mín í sviss var frá Tælandi (keypt eins og oft er sagt), og ég umgengst daglega fullt af innflytjendum á Íslandi við vinnu á hinum ýmsu veitingastöðum borgarinnar!!
En um daginn þá komst ég að því að ég er uppfull af fordómum og að ég skipti fólki líka upp í hópa og fordæmi annan hópinn, þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég komst nefnilega að því, bölvandi og ragnandi að ég er með fordóma fyrir fólki sem gefur ekki stefnuljós, ég meina hverlags ótillitleysi er þetta, á ég bara vita hvert þú ert að fara heimska kerling!!!
Já þar hafið þið það ég er með fordóma gagnvart þeim sem gefa ekki stefnuljós svo já velkominn ÉG í hópinn, hóp þeirra sem fordæma aðra
bestu kveðjur að austan
kv. Vinnubossi Knúdsen
En um daginn þá komst ég að því að ég er uppfull af fordómum og að ég skipti fólki líka upp í hópa og fordæmi annan hópinn, þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég komst nefnilega að því, bölvandi og ragnandi að ég er með fordóma fyrir fólki sem gefur ekki stefnuljós, ég meina hverlags ótillitleysi er þetta, á ég bara vita hvert þú ert að fara heimska kerling!!!
Já þar hafið þið það ég er með fordóma gagnvart þeim sem gefa ekki stefnuljós svo já velkominn ÉG í hópinn, hóp þeirra sem fordæma aðra
bestu kveðjur að austan
kv. Vinnubossi Knúdsen
14 Comments:
At 4:42 e.h., Nafnlaus said…
Ég held að ég verð að fá að gerast meðlimur í hópnum þínu. Mínir fordómar eru samt af öðrum toga. Ég hélt að ég væri fordómalaus, ef það er hægt, en það er ég bara alls ekki. Búin að komast að því hérna. Ef ég labba ein heim á nóttunni er ég miklu "smeikari" við dökka menn en ljósa. Reyndar eru allir dópsalarnir á Plaza Real svartir og þeir sem ræna túrista eru pakistanar! en fyrr má nú vera, á maður ekki að gefa fólki séns, þetta kemur bara ósjáfrátt hjá manni, arg, er ekki sátt við mig. Á hvíta, svarta, gula og rauða vini-allt hið bestasta fólk. Af hverju ætti maður að leyfa þessum stereotýpu hugmyndum að hafa svona áhrif á sig. En svo skal ég muna að gefa stefnuljós þegar ég kem heim, bara fyrir þig. Vil ekki að þú kallir mig heimska kellingu, ekki næstu 40 árin allavega.
Njóttu þín í sveitinni dillibossinn minn. Hvenær er svo útskrift?
Lærdómsbaráttukveðjur úr sólinni (af hverju getur ekki bara verið skýjað þegar maður er í prófum, þá væri lífið miklu auðveldara, of margar freistingar)
þín señorita Ásta
At 8:27 e.h., Nafnlaus said…
Almáttugur Díana, hvernig í ósköpunum komstu upp með að halda að þú værir ekki afar fordómafull, hahahahahahahahahah og svona gæti ég lengi haldið áfram. Svona for the record, það eru ALLIR haldnir helling af fordómum. T.d. er ég haldin miklum fordómum gagnvart konum á sextugsaldrinum...;+/
At 8:45 f.h., Nafnlaus said…
Litli frændi fæddist 07.06.06 kl 23:07 :v).
Hann var voða lítill bara 46 cm og 2650 gr.
Kv Tinna og Einar
At 4:33 e.h., Nafnlaus said…
Sæl og blessuð. Það eru allir með fordóma, allir allir allir.. sama hvað hver segir. Ég er uppfullur af fordómum. Ég er t.d. með fordóma fyrir fólki sem horfir á brúðkaupsþáttinn JÁ, hvað ætli sé að því fólki!
shit.. ég var búinn að skrifa ritgerð hérna um fordóma.. en ákvað að stroka það út þegar ég las yfir hann! váhh hvað ég er fullur af fordómum.
peace out
Bjarni Kristjánsson.
At 4:59 e.h., Dillibossi Knúdsen said…
hahaha já ég er sko líka með fordóma gagnvart því fólki hvað er eiginlega að.. og til stuðnings máli mínu vitna ég í pistil minn "hvað er málið með brúðkaup"..
:o)
At 8:50 e.h., Nafnlaus said…
Heyr heyr!
Það þarf að stofna bræðralag (eða systkinalag, svo við gætum nú fulls jafnréttis) til að berjast gegn þessum örvitum sem kunna ekki á stefnuljós. Halda samkomur á lóðunum hjá þeim í dulargerfum og brenna hringtorg og þess háttar.
Og svo vil ég lögleiða nýja tegund refsingar, það á að vera hægt að láta flengja viðkomandi af mömmu sinni. Mér finnst það af einhverri ástæðu viðeigandi refsing fyrir þetta brot.
At 10:13 e.h., Dillibossi Knúdsen said…
já vá Hugui hvað ég er sammála þér.. það væri eiginlega hæfileg refsing fyrir ótillitsleysi eheh
At 8:34 e.h., Nafnlaus said…
Til hamingju með útskriftina elsku díana mín ;)
Kveðja frá stelpununum Edduni Nesk ;9
At 12:14 f.h., Gugga said…
Hæ skvís! Sé að hér er fjör og margt áhugavert í umræðunni.
Ég er að fara til Tyrklands á þriðjudaginn en á meðan geturðu skoðað fjölskylduvænu síðuna mína! Síðasta umræðuefnið var líklega brúðkaup, en þú getur líka fræðst um bleyjuskipti, skírnir, eyrnabólgu, hegðunarvandamál smábarna og fleira áhugavert....velkomin í minn heim ;)
At 7:47 e.h., Nafnlaus said…
Til hamingju með útskriftina
Kv Tinna og Einar
At 1:34 e.h., Nafnlaus said…
ÁTTIRÐU ((((SVARTAN)))) KÆRASTA
At 4:40 e.h., Nafnlaus said…
hvað er málið mað að þú sért hætt að bloggaaaaaaaaaaaaaaaaaaa ?
At 11:29 f.h., Bibba Rokk said…
Ég vildi bara láta þig vita að það er búið að vera átak í reykjavík og búið að sekta slatta af bílum FYRIR AÐ GEFA EKKI STEFNULJÓS. Djöfull er ég ánægð með það
At 5:12 f.h., Nafnlaus said…
Hallo hallo :) flott blogg hja ter kona :) mig langadi bara til tess ad kvitta fyrir mig :) keep up the good work :)
bestu kvedjur
Gudny Halldors :)
Skrifa ummæli
<< Home