Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Skipulagsfrík

Ég hef oft fengið það orð á mig að vera skipulagsfrík.´
Mér finnst einfaldlega gaman að skipuleggja og sjá þegar mér tekst það sem ég hafði ákveðið að gera.
Það er svo fyndið því nú var World Class að gefa öllum starfsmönnunum dagbók fyrir árið. Nafnið manns er skrifað með gullstöfum framan á og allt voða fínt. Svo ég ákvað þá auðvita að nota þessa bók til þess að skipuleggja í.
En þar kemur vanafastan inn í, ég er búin að nota Háskólabókina síðustu 5 ár og þar á undan noaði ég framhaldsskóla bókina í 3 ár (þær eru alveg eins uppsettar). og núna þá get ég ekki skipulagt mig í nýju bókina því hún er allt öðruvísi uppsett!! Ég veit þetta mun örugglega flokkast undir einhverja sálfræðilega maníu hjá sérfræðingunum en svona er ég bara!!

Ég hef samt hitt ofjarl minn í skipulags áráttunni og vá hvað mér leið þá eins og maur. Hún var svo skipulögð að hún skipulagði það hvenær hún ætlaði að skipuleggja!! (nota bene ég hef ekki gengið svo langt).

En til allra þarna úti sem eiga erfitt með að skipuleggja tíma sinn, líf sitt eða dagbókina sína, þá tek ég 2500 kr. á tímann fyrir þessa þjónustu :o)

kv. Skipulagsbossi Knúdsen

Skipulagðastai bossi í heimi

p.s. þessi blogfærsla er í boði Glitnis.. Skipulagðu útgjöld heimilisins!!

5 Comments:

  • At 9:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Runs in the family greinilega :) Þrátt fyrir að vilja skipuleggja allt í mínu lífi fyrirfram þá hef ég ekki ennþá komist inn á það að skipuleggja peningahliðina...spara og svona...en Palli sér um það núna þannig að það er bara mjög fínt :Þ Annars veistu hvernig ég er í þessu öllu saman!

     
  • At 11:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já og ég hélt að ég væri skipulögð. En hef hitt marga skipulagðari ;)
    Kv. Arna

     
  • At 4:18 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    hehe já Heiða mín ég veit sko allt um skipulagshæfileika þína, hehe þú skipuleggur meiri að segja klósettferðirnar þínar... en skrítið að þú náir ekki að skipuleggja peninganna þína... en þar Jing- jangið þið Palli hvort annað upp hehe

    Audda ertu líka skipulögð Arna mín, en þú ert nú ekki jafn slæm og við frænkurnar og hvað þá Ofjarl minn í skipulags áráttunni.. en það er held ég líka betra að ná að vera svolítið flexable..

     
  • At 1:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    kostar tíminn líka 2500 kall fyrir vini sem hafa aldrei samband.

    KV. Siggi Bess

     
  • At 8:40 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Já Siggi minn fyrir þig alltaf.. bara anytime... :o)

     

Skrifa ummæli

<< Home