Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

mánudagur, desember 11, 2006

Erum við alltaf í mynd!

Hafiði pælt í því hversu oft við erum í mynd??
Það er sama hvert við förum alltaf eru myndavélar á okkur, ég tók eftir því núna áðan á flugvellinum á Reykjavíkurvelli að það var myndavél við færibandið svona ef ské kynni að einhver myndi stela tösku, aka. taka vitlausa tösku með sér heim!! En það var líka myndavél við innganginn og innritunn!!

Það eru myndavélar upp í Háskóla Íslands, væntanlega líka í HR og UNAK án þess ég viti það.
Það eru myndavélar á flest öllum, ef ekki öllum, skemmtistöðum borgarinnar, einnig á einhverjum veitingastöðum, þær eru í Laugum og örugglega fleiri líkamsræktarstöðum. Það erum meira að segja myndavélar á Laugarveginum og Austurstræti.

Ég var tekinn fyrir ofhraðan akstur í sumar og fékk þá að setjast inn í löggubíl, þar sem löggan sagði við mig, "mér ber svo skylda til að tilkynna þér það að þú ert í mynd". Humm ok æði!!

ég er ekki að segja að ég sé á móti því að það séu settar upp myndavélar hér og þar, svona til varnar, þær hafa auðvita leyst marga glæpi og komið mörgum krimmanum á bak við lás og slá,
en ég spyr hvar á að draga mörkin?

Ekki það að GOOGLE EARTH sé ekki ein alheims myndavél, sbr. myndin sem var tekinn af konu í Hollandi liggjandi út í garði að fróa sér!!!

En svona grínlaust, eigum við ekkert friðhelgi einkalífsins lengur? Erum við ekki frjálsferða okkar án þess að vera stöðugt í mynd?

Ja mér er spurn??

kv. Dillibossi Knúdsen

Horfandi á heiminn í gegnum linsuna!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home