Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

föstudagur, desember 15, 2006

Vanafesta!!

Ég get á tíðum verið alveg óþreytandi vanaföst..
..t.d. núna þegar ég er í prófunum þá get ég verið það vanaföst að það er erfitt fyrir mig að skipta um buxur. Ég á nefninlega svona víðar þægilegar íþróttabuxur sem eru einfaldlega bestu buxur í heimi og öll árin mín í Háskólanum þá hef ég alltaf verið í þessum buxum að læra. Ég fattaði í raun ekki hvað þetta var orðið sick fyrr en í morgun þegar elskan mín segir við mig, "Bíddu ætlaru aftur í þessar buxur" og það þarf mikið til þess að hann taki eftir einhverju svona.

Svo kem ég upp í skóla, og það situr mjög svo óaðlaðandi gaur á borðinu mínu, takið eftir á borðinu mínu!! Eins og ég eigi eitthvað borð í öllum skólanum!!! Auðvita ekki en ég er bara búin að velja mér borð í skólanum og reyni alltaf að vera kominn tímanlega til þess að ná þessu borði!!

Ég stóð þarna og horfði löngunnar augum á borðið mitt vissi ekkert hvar ég ætti að setjast, þó það væri svo til allt laust í krigum mig.

Svo hér sit ég í allt öðrum buxum og á nýju borði og get ekki byrjað að læra... HOW SICK IS THAT!!


Hvað segiði er ég sú eina sem á við þetta vanafestuvanadamál að stríða??

kv. Dillibossi Knúdsen

p.s. vanafesta er dygð ekki löstur!!

6 Comments:

  • At 8:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sumir myndu kalla þetta hjátrú og hún blossar upp hjá flestum nemum í kringum próf.

    Ekki skipta um föt (buxur), ekki klippa hár/neglur/skegg, sitja á sama stað í prófinu (sama borðið í Odda) keyra/labba sömu leið í prófið, borða sama matinn og það væri endalaust hægt að halda upptalningunni áfram.

    En málið er að flestir hafa einhverja hjátrú, íþróttamenn eru hvað verstir í þessu, eru í sama ógeðslega bolnum í hverjum leik, borða sama matin o.s.frv. Sjómenn eru líka þekktir fyrir hjátrú og örugglega fullt af öðrum sem fylgja einhverri hjátrú þegar stórviðburðir gerast.

    En þetta er náttúrlega stórfurðulegt. Af hverju ætti stlitnar buxur eða skítugur bolur að láta okkur ganga betur? Jú þar kemur vanafestan inn í. Ef allt er samkvæmt vananum, ekkert kemur á óvart, þá er hægt að einbeita sér að fullu að prófinu/leiknum/veiðunum. Og þá tengjum við velgengnina við hjátrúnna.

    En svo skiljum við ekkert í Húllabúlla ættflokknum í Afríku sem trúir á anda á tréinu!!

    Kveðja
    Doppa

     
  • At 10:08 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    haha góð samlíking á lærisíðum mínum í Odda og HÚLLA BÚLLA ættflokknum í Afríku.. Doppan mín þú ert nú ekki mannfræðinur fyrir ekki neitt.. veist nákvæmlega um það þú ert að tala... hehe :o)
    Annars já Hjátrú er örugglega stór partur af þessu, og góður punktur þetta með það að ef allt er alltaf eins þá getum við veitt lærdómnum óskiptaathyggli okkar!!
    Jæja best að halda áfram.. bíð enn og vona að boðið mitt fari að losna!! :o)

     
  • At 1:08 f.h., Blogger Alda Berglind said…

    ég get bara reykt ef ég hef eitthvað að drekka með og það má ekki vera vatn eða mjólk.

    ég kemst í vont skap ef ég fæ ekki pönnukökur með sírópi í morgunmat á sunnudögum.

    Þetta eru þó alveg örugglega engar dyggðir. Ég er samt nokk laus við hjátrú nema svona "ekki labba undir stiga" sem meikar náttúrulega bara sens eða "krossa yfir kerti ef einhver kveikir á sígarettu með því" sem meikar líka sens af því að öh... kerti eru tengd... rafbylgjusviði skipa á íslandi...eða ekki.

     
  • At 6:04 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Alda þú ert snillingur.. rafbylgju svið skipa...muahhhhhh...

     
  • At 11:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ZZzzzZZzzzZZzzz.... *Geisp* ...er ekkert að fara að gerast hér?

     
  • At 11:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sæl skvísa
    Veit svo alveg hvað þú ert að tala um. Var svona líka í skólanum og er svona heima líka ;)
    kv. Dísa

     

Skrifa ummæli

<< Home