Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

laugardagur, janúar 27, 2007

Sjálfsblekking eða sannleikur!!

Einn ágætur kunningi minn á við það leiða vandamál að stríða að finnast það auðveldara að lifa í sjálfsblekkingu með lífið og tilveruna, í stað þess að taka á málunum og sjá sannleikann. Ég segi oft við hann að hann ljúgi að sjálfum sér til þess að fresta sársaukanum við að komast að sannleikanum um það sem er satt og rétt í þessum heimi.

Ef maður lýgur að sjálfum sér í mörg ár um það hvernig heimurinn er, kemur það þá ekki alltaf aftan að manni á endanum og það harðar en hefði þurft, þ.e. of stór skammtur af sannleik í einu.

En svo á hann líka erfitt með að taka sannleikanum þegar einhverjum dettur í hug að læða sannleikanum aftan að honum, svona svo hann sjái ljósið!! Segist líða vel í þessum "made believe heimi" sem hann hefur skapað sér.

Þannig að spurningin mín til ykkar í dag er:

Er sannleikurinn sagna bestur- eða má stundum satt kyrrt liggja?


kv. Sannleiksbossi Knúdsen

þetta bogg er í boði lygamæla sem sjá í gegnum þykkt og þunnt!!

7 Comments:

  • At 6:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Segi bara "Tar du livsløgnen fra et gjennomsnittsmenneske, tar du lykken fra ham med det samme" (dr. Relling, Vildanden)

     
  • At 11:27 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    ufffff of mikil Norska fyrir mig... hvað er maðurinn að segja!!

     
  • At 10:14 e.h., Blogger Alda Berglind said…

    Mín fílósófía á sannleika fer saman við gullnu regluna: gerið öðrum það sem þér viljið að aðrir gjöri yður.

    Ef ég vil að vinir mínir segi mér þegar þeim finnst ég vera ljót / leiðinleg / vond / kærastinn minn sé að halda fram hjá mér o.s.frv. þá væri líklegast rétt að ég gerði slíkt hið sama við þá.

    Ef ég vil að vinir mínir segi mér sannleikann á varfærinn hátt í stað þess að skella honum framan í mig þá væri líklegast rétt að ég gerði slíkt hið sama við þá.

    Senst - ef ég vil EKKI að aðrir bendi mér á það að ég sé t.d. ógúrlega hávær og dóminerandi í samræðum ("minn galli"), þá mun ég líklega ekki benda "Jónu" á það að hún endurtaki alltaf sömu söguna 500 sinnum ("hennar galli").

     
  • At 9:31 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Já góður punktur, en hættir maður þá ekki að vera samkvæmur sjálfum sér um leið og maður fer að passa sig á því hvað hver og einn vill fá að heyra! Eða hvað?

     
  • At 11:07 e.h., Blogger Alda Berglind said…

    Alls ekki. Hugsa bara allt út frá sjálfum sér. Hvað mundi ég vilja heyra og hvað mundi ég ekki vilja heyra. x

     
  • At 2:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það verður forvitnilegt að sjá hvort norfjörður taki við sér og verði alveg arrý.....

    Þetta er góð pæling Díana mín og svo hryllilega rétt. En það eina sem við hin sem horfum á getum gert ef ekki er á okkur hlustað, eða viðkomandi fer í grimma vörn og skýtur svo ómannúðlega á móti svo manni svíði niður í rassgat er að bíða og taka á móti þegar veruleikinn kemur, og veistu hann kemur alltaf fyrr en síðar. Sorglegast er þegar tíminn líður og bíður því þá verður eftirsjáin alltaf meiri og meiri.

    En það er rétt hjá þér Alda, hvað vil ég heyra og hvað ekki.... tímasetning...

    P.s. ég ÞOLI ekki þetta í "boði bull".. mátti ég segja þetta ;) ég hefði viljað heyra það og ég held að tímasetningin sé nokkuð góð ....

    Ástarkveðja.

     
  • At 8:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég ÞOLI ekki hvað Fanný er allt í einu orðin mikil sleikja!

    (Bara fyrir þig, Fanný)

     

Skrifa ummæli

<< Home