Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

mánudagur, febrúar 26, 2007

Hjónasvipur!!

Því hefur nokkrum sinnum verið fleikt fram síðasta mánuðinn að það sé hjónasvipur með mér og mínum elskulegasta. Samt sem áður erum við búin að vera saman í tæplega 2 ár, en engum hefur dottið í hug að segja þetta við okkur fyrr en í síðasta mánuði!!

Ég veit að ég hef ekki skipt um svið, eða útlit, fyrir utan að hafa klippt mig stutt og hann hefur ekkert skipt um svip síðan við kynntumst. Samt sem áður erum við að fá þessar athugasemdir frá fólki sem við umgöngumst nokkuð oft.

En hvernig er það þá... ef við hættum saman og ég á svo eftir að giftast einhverjum öðrum, mun ég þá ekki vera með hjónasvip með manninum mínu?

Færist svipurinn kannski á milli fólks á nóttunni eftir að það hefur deilt rúmi í ákveðinn langan tíma?

Eða er það kannski bara nefnt hjónasvipur þegar það sést á fólki að því líður vel saman?


Hvað segiði hefur það verið sagt við ykkur að þið séuð með hjónasvip með ykkar maka?

kv. Svipbossi Knúdsen

6 Comments:

  • At 5:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Er þetta ekki bara því Einar er kominn með jafn sítt hár og þú ?

    ;-)

    kv, Bjarni

     
  • At 12:38 f.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    hehe jú reyndar,.. góður punktur Bjarni.. hárið er farið að vera í svipaðri sídd.. en samt.. svipurinn á okkur hefur ekkert breyst.. ætti þetta þá ekki frekar að vera hjónahár!!

     
  • At 5:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mig langar að sjá þig með stutt hár!!!
    Gerði ráð fyrir að sjá þig á Broadway um síðustu helgi, en nei, nei, enging Díana!!!

    Annars er þetta með hjónasvipinn voða spes... Það er einmitt ekki langt síðan að fólk fór að segja þetta við mig og Einarinn minn ;o) og við erum einmitt komin langt inn í ár númer tvö
    Er fólk ekki bara að benda manni á að kominn sé tími á boðskort í brúðkaupsveislu, eða eitthvað álíka gáfulegt...

    Er ekki annars kominn tími á hitting??? Hef ekki séð þig síðan í október!!!

     
  • At 7:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ...takk fyrir síðast sæta...barað kvitta :)

     
  • At 8:03 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Sæl Siggan mín, já það er sko kominn tími á hitting.. þurfum ekki alltaf á þessum þýsku píum að halda til þess að hittast.. eða hvað?
    Ég er líka alveg til í að fara sjá Einarinn þinn og sýna þér Einarinn minn, ég meina common.. búnar að vera með þessum Einurum í 2 ár og aldrei sést...

    En já Broadway..ææ ég var einhvernveginn bara ekki spennt fyrir þessu!!

    Ég er enn með sama nr. vertu í bandi sæta

     
  • At 8:04 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Sæl Mangó mín, takk fyrir kvittið.. sjáumst á morgun

     

Skrifa ummæli

<< Home