Skoðanir bossans með sjálfstæða viljan

miðvikudagur, mars 21, 2007

Að vera lasinn

Mikið rosalega er erfitt að vera ung kona á framabraut og þurfa að gefa sér tíma til þess að vera heima lasinn!!

Ég er búin að vera lasinn síðan ég var að í starfskynning á Stöð 2/ Vísi síðasta föstudag, ég komst ekki í vinnuna þangað aftur á laugardag, né auka vinnuna mína um kvöldið. Ég þurfti að sleppa að mæta í hina aukavinnuna mína á mánudaginn og gat ekki mætt í starfskynningu á útvarpið á mánudag og þriðjudag. Ég þurfti að sleppa kennslu á mánudag og þriðjudag, ég hef ekki getað unnið í viðtölnum sem ég á eftir að vinna úr fyrir Stúdentablaðið. Ekkert getað klárað verkefnið sem ég var byrjuð að vinna að á Stöð 2/Vísi og ekkert getað mætt í skólann eða gert verkefnin þar.

Ég hef líka þurft að hætta við stelpukvöld með vinkonunumm, frestað fundum vegna DWC- sýningarinnar, hætt við að hjálpa frænku minni með veislu sem hún hélt í gær og þurft að fresta hittingi vegna tónlistarinnar á DWC-sýningunni. Einnig sé ég fram á það að geta ekki mætt í Starfskynningu á RÚV á morgunn, né í aukavinnu tvö annaðkvöld.

Ég hef aldrei verið lasinn eins lengi og ég er núna. Allt þetta gerir það að verkum að ég fattaði hvað ein manneskja gerir mikið í einni viku án þess að gera sér í raun grein fyrir á hve mörgum vígstöðvum hún er að vinna. Ég hef eytt svo miklum tíma í að hringja í fólk og afsaka það að ég geti ekki mætt, það liggur við það hefði sparað mér tíma á að mæta og gera bara hlutina í stað þess að eiga í öllum þessum "Hæ ég er lasinn" samtölum.


Allavega sendið mér heilla og batnandi óskir..

kv. Kvefbossi Knúdsen

7 Comments:

  • At 4:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    halló, þú þekkir mig ekkert en ég var að leita af "sykurlausum páskaeggjum" á google og rakst inná bloggið þitt..

    ég hef verið að velta þessu fyrir mér, er hægt að fá sykurlaus páksaegg einhverstaðar.. og eru þau góð ??

     
  • At 5:09 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    Humm sæl Elsa.. já það er hægt að fá sykurlaus páskaegg, yfirleitt bara í Hagkaup samt líka mjólkurlaus! Þau eru dekkri og sérmerkt. ég hef bara smakkað frá Nóa Sirius, en kannski eru þau líka til frá fleirum.. vona að þetta hjálpi..
    .

     
  • At 5:21 e.h., Blogger Doppa said…

    Sammála, ég hef sko engan tíma til að vera lasin þessa dagana, enda ætla ég mér ekkert að næla mér í þessa flensu. Enda tek ég stóra skeið af lýsi á hverjum morgni og hef trölla trú að það virki.

    Láttu þér batna dúllan mín, svo þú getir farið að klára öll þessi verkefni þín og kíkt á stelpukvöld!

    Doppa

     
  • At 7:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ææ skvísan mín vona að þér batni, ég er sjálf nýbúin að jafna mig eftir þessa helvítis flensu! hún er hræðileg og svo situr líka svo fast í manni, hélt hún ætlaði aldrei að fara! Knús og kossa kv jóa

     
  • At 11:28 e.h., Blogger Dillibossi Knúdsen said…

    nákvæmlega situr sko fast í manni, ég er ekki enn búin að fá röddina mína aftur svo þegar fólk hringir þá alveg, hæ.. hver er þetta.. nei nei ekki þú hvar er Dillibossi? mjög skrítið að reyna segja öðrum að þetta sér í alvöru maður sjálfur...

     
  • At 9:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Aumingjans litla skinnið, ég vona að þér fari að batna...

     
  • At 11:18 f.h., Blogger Guðrún said…

    æææææ
    ekki gott á þig að vera lasarus!!
    Batna batna batna!!!! Farðu vel með þig.

     

Skrifa ummæli

<< Home